Heimild: Sunnlenska
Valorie O'Brien hefur verið ráðin sem nýr þjálfari kvennaliðs Selfoss í knattspyrnu.
Valorie er ekki nema 26 ára gömul og hefur hún lokið mastersnámi í íþrótta- og leiðtogafræðum.
Valorie er ekki nema 26 ára gömul og hefur hún lokið mastersnámi í íþrótta- og leiðtogafræðum.
Valorie lék með Selfoss í Pepsi-deildinni í tvö ár, 2012 og 2013, en ætlar ekki að spila með liðinu á næsta tímabili, aðeins stýra því.
Selfoss er búið að gera mjög góða hluti frá komu sinni í Pepsi-deild kvenna fyrir nokkrum árum. Góð blanda af uppöldum og aðkeyptum leikmönnum skilaði liðinu þriðja sæti deildarinnar í ár og er liðið auk þess búið að komast í úrslitaleik Borgunarbikarsins tvö ár í röð.
„Það er frábært fyrir mig að fá tækifæri til að þjálfa þetta félag sem ég ber mikla virðingu fyrir," sagði Valorie við sunnlenska.is.
„Ég hef saknað fóksins sem ég kynntist á Selfossi og er mjög spennt fyrir því að hitta alla aftur og hlakka mikið til þess að starfa aftur á Selfossi.
„Ég veit við hverju er að búast af Pepsi-deildinni og Selfossliðið hefur vaxið gríðarlega síðan ég var þar. Ég er búin að afla mér dýrmætrar reynslu sem þjálfari og leikmaður síðustu árin og vona að ég geti nýtt mér þá reynslu til þess að hjálpa Selfossi að vaxa enn frekar."
Gunnar Rafn Borgþórsson, fráfarandi þjálfari kvennaliðsins, er ánægður með ráðningu Valorie og segir hana vera gríðarlegan karakter sem kemur til með að efla enn frekar gott starf Selfoss undanfarin ár.
Athugasemdir