Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   fös 04. desember 2015 22:40
Arnar Geir Halldórsson
Enrique segir MSN vera bestu sóknarlínu frá upphafi
Söguleg sóknarlína
Söguleg sóknarlína
Mynd: Getty Images
Luis Enrique, stjóri Barcelona, er mjög ánægður með sóknartríó félagsins sem samanstendur af þeim Lionel Messi, Luis Suarez og Neymar.

Þessir þrír skoruðu samtals 122 mörk á síðustu leiktíð þegar Barcelona vann þrennuna og hafa haldið uppteknum hætti á þessari leiktíð.

Margir frábærir sóknarmenn hafa leikið með spænska stórveldinu í sögu þess og var Enrique spurður að því hvort MSN tríóið væri besta sóknarlína Barcelona frá upphafi.

Enrique vill meina það og gott betur.

„Ég held að þeir séu besta sóknartríóið í sögu Barcelona. Ég vil líka meina að þeir séu besta sóknarlínan í sögu fótboltans."

„Að svona hæfileikaríkir leikmenn nái jafn vel saman og þeir, skili jafnmörgum mörkum og hjálpi hvor öðrum jafnmikið og þeir gera. Þetta hef ég ekki séð hjá neinu liði sem ég man eftir."

„Ég veit ekki allt um sögu fótboltans en ég myndi segja að þeir væru þeir bestu frá upphafi,"
sagði Enrique.

Athugasemdir
banner
banner
banner