Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 15. apríl 2016 12:00
Magnús Már Einarsson
Gummi Tóta spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Guðmundur Þórarinsson.
Guðmundur Þórarinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Topplið Leicester gerir jafntefli samkvæmt spá Gumma.
Topplið Leicester gerir jafntefli samkvæmt spá Gumma.
Mynd: Getty Images
Botnlið Aston Villa nær í óvænt jafntefli á Old Trafford samkvæmt spánni.
Botnlið Aston Villa nær í óvænt jafntefli á Old Trafford samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Haraldur Örn Hannesson, eigandi BK kjúklings, var með fimm rétta þegar hann spáði í leikina á Englandi í síðustu viku.

Guðmundur Þórarinsson gekk í raðir Rosenborg á dögunum en hann spáir í leikina að þessu sinni.

Norwich 1 - 2 Sunderland (11:45 á morgun)
Ég skoðaði stöðuna í deildinni og vissi ekki að það væri svona mikið undir í þessum leik. Vonandi vinna Sunderland og halda þar með spennu í fallbaráttunni

Everton 3 - 1 Sothampton (14:00 á morgun)
Everton á heimavelli og Lukaku og Ross Barkley verða í stuði.

Man United 2 - 2 Aston Villa (14:00 á morgun)
Finnst svo fyndið að sjá menn drulla yfir Van Gaal á twitter þannig ég vona að þetta fari svona.

Newcastle 1 - 2 Swansea (14:00 á morgun)
Vona að Newcastle haldi sér uppi en ég vona meira að Gylfi eigi góðan leik og leggi upp mark.

WBA 0 - 0 Watford (14:00 á morgun)
Stjóri Watford er alltaf mjög vel til hafður á hliðarlínunni.

Chelsea 3 - 1 Man City (16:30 á morgun)
Koma svo Hazard!!!

Bournemouth 0 - 2 Liverpool (12:30 á sunnudag)
Eftir þennan Dortmund leik hljóta Liverpool menn að elska lífið og þá gengur allt vel.

Leicester 2 - 2 West Ham (12:30 á sunnudag)
Þetta verður rosalegur leikur. Hef séð nokkra leiki með báðum liðum og finnst West Ham vera með of mikil gæði til að ná ekki að stríða Leicester í titilbarátunni.

Arsenal 3 - 0 Crystal Palace (15:00 á sunnudag)
Er mikill Wenger/Özil maður og vona þeir nái að gera titilbaráttuna spennandi.

Stoke 1 - 3 Tottenham (19:00 á mánudag)
Tottenham fullir sjálfstraust og ég vil hafa spennandi titilbaráttu allt fram að lokaflauti.

Fyrri spámenn:
Matthías Vilhjálmsson (7 réttir)
Auðunn Blöndal (6 réttir)
Sigurbjörn Hreiðarsson (6 réttir)
Rúnar Már Sigurjónsson (6 réttir)
Arnór Atlason (5 réttir)
Bjarni Benediktsson (5 réttir)
Björn Bragi Arnarsson (5 réttir)
Bogi Ágústsson (5 réttir)
Hannes Þór Halldórsson (5 réttir)
Hilmar Árni Halldórsson (5 réttir)
Haraldur Örn Hannesson (5 réttir)
Jóhann Skúli Jónsson (5 réttir)
Gísli Marteinn Baldursson (4 réttir)
Jóhann Alfreð Kristinsson (4 réttir)
Páll Magnússon (4 réttir)
Birkir Már Sævarsson (4 réttir)
Davíð Þór Viðarsson (4 réttir)
Helgi Björnsson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (4 réttir)
Þórarinn Ingi Valdimarsson (4 réttir)
Ari Freyr Skúlason (3 réttir)
Dagur Sigurðsson (3 réttir)
Gunnleifur Gunnleifsson (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Jóhannes Karl Guðjónsson (3 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (3 réttir)
Ólafur Darri Ólafsson (3 réttir)
Sóli Hólm (3 réttir)
Sverrir Ingi Ingason (3 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (2 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner