Fótbolti.net stendur sjöunda árið í röð fyrir Fótbolta.net æfingamótinu í janúar og febrúar. Fimmta árið í röð mun einnig fara fram keppni í B-deild í mótinu.
HK sigraði Keflavík í úrslitaleik í B-deildinni í ár og nú eru riðlarnir klárir fyrir B-deildina árið 2017.
HK sigraði Keflavík í úrslitaleik í B-deildinni í ár og nú eru riðlarnir klárir fyrir B-deildina árið 2017.
Líkt og vanalega er liðunum skipt niður í tvo riðla og í kjölfarið er leikið um sæti þar sem efstu liðin í hvorum riðli mætast í úrslitum og svo framvegis.
Fimm lið úr Inkasso-deildinni taka þátt að þessu sinni og þrjú lið úr 2. deild. Þar á meðal er lið KV sem er að taka þátt í Fótbolta.net mótinu í fyrsta skipti.
Félag deildardómara mun sjá um dómgæslu á mótinu líkt og áður.
Smelltu hér til að sjá leikina í A-deild Fótbolta.net mótsins 2017
Hér að neðan má sjá riðlaskiptingu B-deildar á næsta ári sem og leikjaniðurröðun en fyrsti leikur fer fram þriðjudaginn 17. janúar.
Riðill 1
Þróttur R.
Selfoss
Afturelding
KV
Laugardagur 21. janúar
12:00 Selfoss – KV (Jáverk-völlurinn)
Þriðjudagur 24. janúar
21:30 Þróttur R. – Afturelding (Egilshöll)
Sunnudagur 29. janúar
17:15 Afturelding – Selfoss (Kórinn)
Þriðjudagur 31. janúar
21:30 Þróttur R. – KV (Egilshöll)
Laugardagur 4. febrúar
16:00 KV – Afturelding (KR-völlur)
Sunnudagur 5. febrúar
19:15 Þróttur R. – Selfoss (Egilshöll)
Riðill 2
Haukar
HK
Grótta
Njarðvík
Þriðjudagur 17. janúar
18:10 HK - Njarðvík (Kórinn)
Föstudagur 20. janúar
18:00 Grótta – Haukar (Vivaldi-völlurinn)
Þriðjudagur 24. janúar
18:10 HK – Grótta (Kórinn)
18:40 Njarðvík – Haukar (Reykjaneshöllin)
Þriðjudagur 31. janúar
18:10 HK – Haukar (Kórinn)
Fimmtudagur 2. febrúar
18:40 Njarðvík – Grótta (Reykjaneshöllin)
Leikið er um sæti 9-12. febrúar
Sigurvegarar í B-deild Fótbolta.net mótsins:
2013: Haukar
2014: Selfoss
2015: Víkingur Ó.
2016: HK
Athugasemdir