Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
Hugarburðarbolti GW 22 Þáttastjórnandi telur Manchester United vera betri en Arsenal!
Fótbolta nördinn - SÝN vs FH
Alfreð: Tækifæri sem var of gott til að segja nei við
Kjaftæðið - United slátraði borgarslagnum
Enski boltinn - Michael Carrick og Michael Scott
Tveggja Turna Tal - Björn Daníel Sverrisson, Part II
Kjaftæðið - Upphitun fyrir enska og fréttir vikunnar
Útvarpsþátturinn - Föstudagsfjör og Balkanbræður
Fótbolta nördinn - RÚV vs Víkingur
Kjaftæðið - Stóra bikarhelgin allsstaðar!
Enski boltinn - Hver á að endurlífga Man Utd?
Útvarpsþátturinn - Nýjustu sambýlismennirnir
Hugarburðarbolti GW 21 Var lesin eins og "Litla gula hænan"
Kjaftæðið - Arsenal er fancy Stoke
Tveggja Turna Tal - Aron Baldvin Þórðarson
Kjaftæðið - Amorim rekinn!
Enski boltinn - Kaldar nýárskveðjur og er Amorim búinn?
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
Leiðin úr Lengjunni: Ótímabæra spáin
Útvarpsþátturinn - Fyrsta ótímabæra spáin og stjóraskipti Chelsea
   mán 23. janúar 2017 17:05
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Sævar Péturs: Vissum að skítkast væri í vændum
Sævar Pétursson á Akureyrarvelli.
Sævar Pétursson á Akureyrarvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA sendi frá sér umtalaða yf­ir­lýs­ingu í síðustu viku um að samn­ing­ur um sam­starf KA og Þórs í knatt­spyrnu kvenna yrði ekki endurnýjaður. Mikil læti hafa verið fyrir norðan en Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, sagði frá hlið félagsins í þessu máli í viðtali við Tómas Þór Þórðarson og Benedikt Bóas Hinriksson í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu.

Þór hefur séð um rekstur meistaraflokks kvenna Þórs/KA en Sævar segir að mikið brottfall leikmanna sem ganga upp úr yngri flokkum kvenna hjá KA hafi meðal annars haft mikið að segja þegar ákveðið var að slíta samstarfinu.

„Það hefur verið mikil gróska í fótboltanum undanfarin ár, iðkendafjölgun hefur verið mikil. Við getum haldið kvennaliði út miðað við fjölda en svo er spurning hversu gott það verður og allt það. Foreldrar og aðrir hafa kallað eftir breytingum vegna brottfallsins því það koma upp leikmenn sem vilja ekki fara yfir í Þór," segir Sævar.

„Við sem íþróttafélag þurfum líka að hugsa út í forvarnargildi og annað slíkt. Það eru of margir að hverfa út og við höfum ekki staðið okkur nægilega vel í þeim málum."

Sævar segir að KA hafi viljað koma meira að rekstri Þórs/KA og meðal annars boðið að greiða hlutlausa búninga og æfingasett fyrir liðið.

„Hurðum hefur verið skellt á andlitið á okkur og sagt að okkur komi þetta ekkert við því Þór sjái um reksturinn. Öll umræða um að við höfum ekki haft áhuga og ekki viljað leggja neitt í þetta er bara röng. KA hefur á síðustu árum boðið háar upphæðir í peningum til að styrkja við afreksstefnu Þórs/KA," segir Sævar sem segir það líka furðulegt að menn hafi komið af fjöllum þegar KA sendi frá sér yfirlýsinguna. Þór hafi verið tilkynnt í september að KA ætlaði að slíta samstarfinu.

„Þegar við sendum þessa yfirlýsingu frá okkur vissum við hvaða skítkast væri í vændum. Kannski var samstarfið á þeim stað að þetta væri eitthvað sem varð að gera. Það var nánast þannig að maður athugaði hvort það væri búið að spreyja bílinn manns þegar maður fór heim úr vinnunni."

Viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan.

Sjá einnig:
Hlustaðu gegnum Podcast forrit
Athugasemdir
banner
banner
banner