Valsmenn tilkynntu áðan að Ólafur Karl Finsen væri genginn í raðir félagsins frá Stjörnunni.
Ólafur er ánægður með að vera kominn í herbúðir Vals og segir að samband sitt við Stjörnuna hafi í raun verið komið á endastöð í bili. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, hringdi í nafna sinn fyrr í dag.
Ólafur er ánægður með að vera kominn í herbúðir Vals og segir að samband sitt við Stjörnuna hafi í raun verið komið á endastöð í bili. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, hringdi í nafna sinn fyrr í dag.
„Þetta er lítið land og ég vissi af áhuga frá mörgum liðum. Það var ekki fyrr en Óli Jó vekur mig í morgun... eða í morgun, klukkan var ellefu. Hann seldi mér þetta strax. Hann sagði við mig að ég væri góður í fótbolta og væri snarklikkaður, þess vegna vildi hann fá mig. Það heillaði mig mikið. Ég er ekki einu sinni búinn að lesa samninginn yfir," segir Ólafur.
Var hann ósáttur hjá Stjörnunni?
„Svona er bara lífið. Sambönd enda. Það er ekki gaman en manni þykir samt vænt um félagið. Þetta er samt bara fótbolti, ekkert persónulegt. Fyrir mér var þetta samband bara búið, og fyrir þeim líka. Það er ekkert „grudge" frá mér. Þetta var bara orðið þreytt og súrt og ég upplifði mig oft sem bleika fílinn. Mér fannst ég stundum fyrir. Það var margt sem ég gerði vitlaust og margt gott. Stundum vann það bæði á móti mér. Maður bara lifir og lærir. Ég er mjög ánægður með að vera kominn í Val."
„Ég átta mig alveg á því að þetta er risafélag með mikla sögu. Það er mikil gleði og ég er hrikalega spenntur og ánægður. Það er metnaður í klúbbnum og ég hef líka mikinn metnað."
Þetta skemmtilega viðtal má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir