Láki: Flest lið eru búin að þjást á móti KR í sumar
Alex Freyr: Frábær byrjun á þessari veislu
Óskar Hrafn: Frammistaðan veldur áhyggjum
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
   mán 16. október 2017 17:39
Elvar Geir Magnússon
Óli Kalli: Hann vakti mig og sagði að ég væri snarklikkaður
Ólafur Karl Finsen mættur í rautt.
Ólafur Karl Finsen mættur í rautt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsmenn tilkynntu áðan að Ólafur Karl Finsen væri genginn í raðir félagsins frá Stjörnunni.

Ólafur er ánægður með að vera kominn í herbúðir Vals og segir að samband sitt við Stjörnuna hafi í raun verið komið á endastöð í bili. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, hringdi í nafna sinn fyrr í dag.

„Þetta er lítið land og ég vissi af áhuga frá mörgum liðum. Það var ekki fyrr en Óli Jó vekur mig í morgun... eða í morgun, klukkan var ellefu. Hann seldi mér þetta strax. Hann sagði við mig að ég væri góður í fótbolta og væri snarklikkaður, þess vegna vildi hann fá mig. Það heillaði mig mikið. Ég er ekki einu sinni búinn að lesa samninginn yfir," segir Ólafur.

Var hann ósáttur hjá Stjörnunni?

„Svona er bara lífið. Sambönd enda. Það er ekki gaman en manni þykir samt vænt um félagið. Þetta er samt bara fótbolti, ekkert persónulegt. Fyrir mér var þetta samband bara búið, og fyrir þeim líka. Það er ekkert „grudge" frá mér. Þetta var bara orðið þreytt og súrt og ég upplifði mig oft sem bleika fílinn. Mér fannst ég stundum fyrir. Það var margt sem ég gerði vitlaust og margt gott. Stundum vann það bæði á móti mér. Maður bara lifir og lærir. Ég er mjög ánægður með að vera kominn í Val."

„Ég átta mig alveg á því að þetta er risafélag með mikla sögu. Það er mikil gleði og ég er hrikalega spenntur og ánægður. Það er metnaður í klúbbnum og ég hef líka mikinn metnað."

Þetta skemmtilega viðtal má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner