Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
   mán 16. október 2017 17:39
Elvar Geir Magnússon
Óli Kalli: Hann vakti mig og sagði að ég væri snarklikkaður
Ólafur Karl Finsen mættur í rautt.
Ólafur Karl Finsen mættur í rautt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsmenn tilkynntu áðan að Ólafur Karl Finsen væri genginn í raðir félagsins frá Stjörnunni.

Ólafur er ánægður með að vera kominn í herbúðir Vals og segir að samband sitt við Stjörnuna hafi í raun verið komið á endastöð í bili. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, hringdi í nafna sinn fyrr í dag.

„Þetta er lítið land og ég vissi af áhuga frá mörgum liðum. Það var ekki fyrr en Óli Jó vekur mig í morgun... eða í morgun, klukkan var ellefu. Hann seldi mér þetta strax. Hann sagði við mig að ég væri góður í fótbolta og væri snarklikkaður, þess vegna vildi hann fá mig. Það heillaði mig mikið. Ég er ekki einu sinni búinn að lesa samninginn yfir," segir Ólafur.

Var hann ósáttur hjá Stjörnunni?

„Svona er bara lífið. Sambönd enda. Það er ekki gaman en manni þykir samt vænt um félagið. Þetta er samt bara fótbolti, ekkert persónulegt. Fyrir mér var þetta samband bara búið, og fyrir þeim líka. Það er ekkert „grudge" frá mér. Þetta var bara orðið þreytt og súrt og ég upplifði mig oft sem bleika fílinn. Mér fannst ég stundum fyrir. Það var margt sem ég gerði vitlaust og margt gott. Stundum vann það bæði á móti mér. Maður bara lifir og lærir. Ég er mjög ánægður með að vera kominn í Val."

„Ég átta mig alveg á því að þetta er risafélag með mikla sögu. Það er mikil gleði og ég er hrikalega spenntur og ánægður. Það er metnaður í klúbbnum og ég hef líka mikinn metnað."

Þetta skemmtilega viðtal má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner