Real Madrid undirbýr risatilboð í Rodri - Maguire orðaður við Sádi-Arabíu - Olise í stað Salah?
Jökull: Mjög erfitt að rökstyðja af hverju hann er ekki í U21
Túfa: Frekar lítill maður en það er risa hjarta í þessum dreng
Óskar Smári: Hvet Breiðablik og Þrótt frekar til að hringja í Donna
Donni: Hefur fengið þónokkur símtöl
Maggi fékk rautt spjald: Beittir óréttlæti
„Ótrúlegasti leikur sem ég hef spilað, alveg galinn“
Láki: Hef þurft að setja saman tvö eða þrjú lið
Lárus Orri: Frábært að vinna ÍBV í roki
Fyrirliðinn segir stöðuna skelfilega - „Auðvitað er maður skíthræddur um að falla með KR“
Óskar: Ég get ekki dottið í hyldýpi þunglyndis
Einar Guðna: Við ætlum að vera þarna á næsta ári
„Verður gaman að sjá Breiðablikstreyjuna á næsta ári"
Ótrúleg fyrstu tvö ár í atvinnumennsku - „Ég elska Ísland"
Berglind Björg: Þú verður eiginlega að spyrja hana!
Kom heim eftir erfiðan tíma í Sviss og er núna tvöfaldur meistari
Birta um magnað sumar: Vorum oft inn í Fífu á morgnana
Guðni Eiríks: Skortur á fókus
Thelma Karen: Það verður fróðlegt að sjá sendingarhlutfallið
Arnar: Hver hefði trúað því eftir Kósovó leikina?
Álfhildur Rósa: Við samgleðjumst honum heldur betur
   mán 16. október 2017 17:39
Elvar Geir Magnússon
Óli Kalli: Hann vakti mig og sagði að ég væri snarklikkaður
Ólafur Karl Finsen mættur í rautt.
Ólafur Karl Finsen mættur í rautt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsmenn tilkynntu áðan að Ólafur Karl Finsen væri genginn í raðir félagsins frá Stjörnunni.

Ólafur er ánægður með að vera kominn í herbúðir Vals og segir að samband sitt við Stjörnuna hafi í raun verið komið á endastöð í bili. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, hringdi í nafna sinn fyrr í dag.

„Þetta er lítið land og ég vissi af áhuga frá mörgum liðum. Það var ekki fyrr en Óli Jó vekur mig í morgun... eða í morgun, klukkan var ellefu. Hann seldi mér þetta strax. Hann sagði við mig að ég væri góður í fótbolta og væri snarklikkaður, þess vegna vildi hann fá mig. Það heillaði mig mikið. Ég er ekki einu sinni búinn að lesa samninginn yfir," segir Ólafur.

Var hann ósáttur hjá Stjörnunni?

„Svona er bara lífið. Sambönd enda. Það er ekki gaman en manni þykir samt vænt um félagið. Þetta er samt bara fótbolti, ekkert persónulegt. Fyrir mér var þetta samband bara búið, og fyrir þeim líka. Það er ekkert „grudge" frá mér. Þetta var bara orðið þreytt og súrt og ég upplifði mig oft sem bleika fílinn. Mér fannst ég stundum fyrir. Það var margt sem ég gerði vitlaust og margt gott. Stundum vann það bæði á móti mér. Maður bara lifir og lærir. Ég er mjög ánægður með að vera kominn í Val."

„Ég átta mig alveg á því að þetta er risafélag með mikla sögu. Það er mikil gleði og ég er hrikalega spenntur og ánægður. Það er metnaður í klúbbnum og ég hef líka mikinn metnað."

Þetta skemmtilega viðtal má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner