Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
banner
   mið 27. desember 2017 17:01
Elvar Geir Magnússon
Hallgrímur: Vel spilandi lið sem er fullt af Húsvíkingum
Hallgrímur Jónasson.
Hallgrímur Jónasson.
Mynd: KA
Húsvíski miðvörðurinn Hallgrímur Jónasson skrifaði í dag undir fjögurra ára samning við KA en hann hefur verið í atvinnumennsku síðan 2009.

Í viðtali við heimasíðu KA segist Hallgrímur hafa fylgst með KA á liðnu tímabili en liðið hafnaði þá í sjöunda sæti sem nýliði í deildinni.

„Ég mætti á Valsvöllinn og sá þá spila þar. Ég var mjög hrifinn af leiknum gegn FH úti, liðið spilaði flottan fótbolta og þorði. Þetta er vel spilandi lið og fullt af Húsvíkingum. Mér lýst vel á þetta," segir Hallgrímur.

Mikil hefð er fyrir Húsvíkingum í liði KA en Elfar Árni Aðalsteinsson, Ásgeir Sigurgeirsson og bræðurnir Hallgrímur og Hrannar Steingrímssynir eru allir frá bænum.

„Ég þekki þá alla. Ég hef æft með þeim þegar ég hef verið að koma heim, bæði í sumar- og vetrarfríum. Svo var pabbi minn að þjálfa hjá Völsungi og þjálfaði þá flesta. Ég þekki þá bæði í boltanum og fyrir utan völlinn."

Viðtalið er birt með leyfi heimasíðu KA og má sjá það í heild í sjónvarpinu hér að ofan. Þar ræðir meðal annars um þjálfunarstarf sitt en hann sér um afreksþjálfun yngri flokka KA.
Athugasemdir
banner