Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   mið 27. desember 2017 17:01
Elvar Geir Magnússon
Hallgrímur: Vel spilandi lið sem er fullt af Húsvíkingum
Hallgrímur Jónasson.
Hallgrímur Jónasson.
Mynd: KA
Húsvíski miðvörðurinn Hallgrímur Jónasson skrifaði í dag undir fjögurra ára samning við KA en hann hefur verið í atvinnumennsku síðan 2009.

Í viðtali við heimasíðu KA segist Hallgrímur hafa fylgst með KA á liðnu tímabili en liðið hafnaði þá í sjöunda sæti sem nýliði í deildinni.

„Ég mætti á Valsvöllinn og sá þá spila þar. Ég var mjög hrifinn af leiknum gegn FH úti, liðið spilaði flottan fótbolta og þorði. Þetta er vel spilandi lið og fullt af Húsvíkingum. Mér lýst vel á þetta," segir Hallgrímur.

Mikil hefð er fyrir Húsvíkingum í liði KA en Elfar Árni Aðalsteinsson, Ásgeir Sigurgeirsson og bræðurnir Hallgrímur og Hrannar Steingrímssynir eru allir frá bænum.

„Ég þekki þá alla. Ég hef æft með þeim þegar ég hef verið að koma heim, bæði í sumar- og vetrarfríum. Svo var pabbi minn að þjálfa hjá Völsungi og þjálfaði þá flesta. Ég þekki þá bæði í boltanum og fyrir utan völlinn."

Viðtalið er birt með leyfi heimasíðu KA og má sjá það í heild í sjónvarpinu hér að ofan. Þar ræðir meðal annars um þjálfunarstarf sitt en hann sér um afreksþjálfun yngri flokka KA.
Athugasemdir
banner