Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
banner
   mið 27. desember 2017 17:01
Elvar Geir Magnússon
Hallgrímur: Vel spilandi lið sem er fullt af Húsvíkingum
Hallgrímur Jónasson.
Hallgrímur Jónasson.
Mynd: KA
Húsvíski miðvörðurinn Hallgrímur Jónasson skrifaði í dag undir fjögurra ára samning við KA en hann hefur verið í atvinnumennsku síðan 2009.

Í viðtali við heimasíðu KA segist Hallgrímur hafa fylgst með KA á liðnu tímabili en liðið hafnaði þá í sjöunda sæti sem nýliði í deildinni.

„Ég mætti á Valsvöllinn og sá þá spila þar. Ég var mjög hrifinn af leiknum gegn FH úti, liðið spilaði flottan fótbolta og þorði. Þetta er vel spilandi lið og fullt af Húsvíkingum. Mér lýst vel á þetta," segir Hallgrímur.

Mikil hefð er fyrir Húsvíkingum í liði KA en Elfar Árni Aðalsteinsson, Ásgeir Sigurgeirsson og bræðurnir Hallgrímur og Hrannar Steingrímssynir eru allir frá bænum.

„Ég þekki þá alla. Ég hef æft með þeim þegar ég hef verið að koma heim, bæði í sumar- og vetrarfríum. Svo var pabbi minn að þjálfa hjá Völsungi og þjálfaði þá flesta. Ég þekki þá bæði í boltanum og fyrir utan völlinn."

Viðtalið er birt með leyfi heimasíðu KA og má sjá það í heild í sjónvarpinu hér að ofan. Þar ræðir meðal annars um þjálfunarstarf sitt en hann sér um afreksþjálfun yngri flokka KA.
Athugasemdir
banner