banner
miđ 27.des 2017 16:37
Elvar Geir Magnússon
Hallgrímur Jónasson í KA (Stađfest)
watermark Hallgrímur kominn í treyju KA.
Hallgrímur kominn í treyju KA.
Mynd: KA TV
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliđi Breiđfjörđ
Miđvörđurinn Hallgrímur Jónasson hefur skrifađ undir samning viđ KA en ţetta tilkynnti Akureyrarfélagiđ á fréttamannafundi rétt í ţessu.

Samningurinn er til fjögurra ára.

Hallgrímur er 31 árs og kvaddi danska félagiđ Lyngby á dögunum. Hann hefur veriđ í atvinnumennsku í Skandinavíu síđan 2009 en hann lék međ Keflavík, Ţór Akureyri og uppeldisfélaginu Völsungi áđur en hann fór út. Hann á 16 landsleiki en hefur ekki veriđ inni í myndinni síđustu tvö ár.

Auk ţess ađ vera leikmađur hjá KA mun hann starfa viđ afreksţjálfun yngri iđkenda KA.

„Viđ erum einstaklega ánćgđir međ ţađ ađ Hallgrímur hafi ákveđiđ ađ taka slaginn međ KA og ég er viss um ađ ţessi samningur verđi lyftistöng fyrir allt félagiđ," sagđi Eiríkur S. Jóhannsson, formađur KA, á fréttamannafundinum í dag.

„Hallgrímur tók rétta ákvörđun ađ skrifa undir hjá KA. Ţađ voru mörg stór félög á eftir honum og ég verđ ađ hrósa stjórnarmönnum. Hallgrímur er leikmađur sem getur lyft liđinu og félaginu á nćsta level. Ţađ eru gleđitíđindi fyrir KA ađ hann hafi skrifađ undir hjá okkur," sagđi Túfa, ţjálfari KA.

Hallgrímur sjálfur hafđi ţetta ađ segja:

„Ég er fyrst og fremst mjög ánćgđur međ ađ vera búinn ađ taka ákvörđun. Eftir ađ ég talađi viđ stjórnina og Túfa um daginn ţá sannfćrđist ég um ađ ţetta vćri rétta skrefiđ. Ţađ kom mér á óvart hvađ ţetta er vel sett upp og ég er mjög spenntur. Ég er ađ norđan og fjölskyldan er flutt norđur," sagđi Hallgrímur á fréttamannafundinum.

KA hafnađi í sjöunda sćti Pepsi-deildarinnar á liđnu tímabili en viđtal viđ Hallgrím kemur hér á Fótbolta.net á eftir.
Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar
banner
Ađsendir pistlar
Ađsendir pistlar | miđ 31. október 17:00
Jóhann Már Helgason
Jóhann Már Helgason | mán 15. október 09:30
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fös 12. október 08:25
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fim 04. október 17:10
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fim 27. september 13:10
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | miđ 15. ágúst 14:18
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fös 03. ágúst 09:45
Ađsendir pistlar
Ađsendir pistlar | lau 28. júlí 07:00
fimmtudagur 15. nóvember
A-karla Ţjóđadeildin 2018
19:45 Belgía-Ísland
Koning Boudewijn Stadion
sunnudagur 18. nóvember
A-karla Ţjóđadeildin 2018
19:45 Sviss-Belgía