HK tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni um síðustu helgi og leikur því á meðal þeirra bestu næsta sumar eftir tíu ár í næstefstu og þriðju efstu deild.
Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, og Leifur Andri Leifsson, fyrirliði, kíktu í heimsókn í hlaðvarpsþáttinn Miðjuna í dag.
Meðal efnis í þættinum: Stemningin í hópnum, markmannsþjálfarinn Hjörvar Hafliðason, öflugur varnarleikur, mætingin hjá stuðningsmönnum HK, rauða þruman, Kórinn sem heimavöllur, breytingar á hópnum í júlí, Pepsi-deildin á næsta ári og margt fleira.
Hlustaðu á þáttinn!
Eldri Miðjur
Óli Stefán Flóventsson (12. september)
Sjá einnig:
Hlustaðu gegnum Podcast forrit
Athugasemdir