Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fim 25. október 2018 14:34
Elvar Geir Magnússon
KSÍ auglýsir starf yfirmanns fótboltamála laust til umsóknar
Guðni Bergsson formaður KSÍ.
Guðni Bergsson formaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ hefur auglýst starf yfirmanns fótboltamála laust til umsóknar. Um er að ræða nýtt stöðugildi innan KSÍ.

Umrætt starf hefur mikið verið í umræðinni síðan Guðni Bergsson talaði um að setja það á laggirnar fyrir tæplega tveimur árum, þegar hann sóttist eftir formennsku KSÍ.

Umsóknarfrestur er til 15. nóvember.


Auglýsing KSÍ:

Starf yfirmanns knattspyrnumála
Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, auglýsir laust til umsóknar starf yfirmanns knattspyrnumála.

Yfirmaður knattspyrnumála/Yfirmaður knattspyrnusviðs:

• Yfirmanni knattspyrnumála ber að efla faglegt starf KSÍ á knattspyrnusviði sambandsins og heyrir undir framkvæmdastjóra.

• Ábyrgur fyrir samræmingu og framþróun á vinnubrögðum við þjálfun landsliða og ber að sjá til þess að sú þekking sem er innan KSÍ nýtist íslenskri knattspyrnu sem best.

• Vinnur að því að efla faglega þekkingu og framþróun á knattspyrnusviði sambandsins þannig að sviðið standist alþjóðlegan samanburð. Umsjón og eftirfylgni með markmiðasetningu því tengdu og vinnur að nýrri afreksstefnu sambandsins

• Yfirumsjón með samskiptum við aðildarfélög sambandsins og yfirþjálfara þeirra þegar kemur að eflingu og stuðningi við þeirra faglega starf.

• Starfar með landsliðsnefndum, fræðslunefnd og mótanefnd KSÍ ásamt öðrum fastanefndum eftir atvikum

• Tengiliður við erlend knattspyrnufélög og önnur knattspyrnusambönd ásamt UEFA og FIFA.

• Fræðsludeild innan handar við skipulagningu viðburða og útgáfu fræðsluefnis í nafni KSÍ.

• Aðkoma að áætlanagerð og skipulagningu við rekstur landsliðanna ásamt ráðningu þjálfara KSÍ.

Hæfiskröfur:

UEFA A gráða skilyrði, UEFA Pro æskileg.

Hæfni í mannlegum samskiptum

Reynsla af þjálfun og/eða stjórnun

Leiðtogahæfileikar æskilegir

Góð þekking á íslenskri knattspyrnu

Góð tölvukunnátta nauðsynleg

Góð tungumálakunnátta

Umsóknir sendist á netfangið [email protected]

Umsóknarfrestur er til og með 15. nóvember 2018.

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri KSÍ – Klara Bjartmarz í síma 510-2900

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner