Umræða um KSÍ, nýtt þjálfarateymi og árangur undanfarinna ára
Fyrr í haust fór í loftið nýr hlaðvarpsþáttur þar sem fjallað verður knattspyrnu kvenna. Þátturinn er nú kominn með nafn og heitir „Heimavöllurinn“. Í fyrsta þætti var farið yfir keppni í Pepsi-deild kvenna í sumar en í nýjum þætti fer Hulda Mýrdal, annar þáttastjórnandinn, yfir landsliðsmál með gestum sínum, þeim Anítu Lísu Svansdóttur og Lilju Dögg Valþórsdóttur.
Í þættinum ræða þær meðal annars ráðningu á nýju þjálfarateymi landsliðsins og fara yfir árangur síðustu ára. Af mörgu er að taka í er kemur að landsliðinu og verður næsti þáttur Heimavallarins einnig tileinkaður því.
Þá má benda á að hægt er að fylgja þættinum á Instagram undir nafninu „Heimavöllurinn“.
Sjá einnig:
Hlustaðu gegnum Podcast forrit
Eldri þættir af Heimavellinum:
Umræða um Pepsi-deildina (10.október)
Athugasemdir