Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   sun 06. janúar 2019 14:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Marc McAusland í Grindavík (Staðfest)
Við undirskrift.
Við undirskrift.
Mynd: Grindavík
Varnarmaðurinn Marc McAusland hefur skrifað undir tveggja ára samning við Grindavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

McAusland kemur frá nágrönnunum í Keflavík þar sem hann hefur spilað frá 2016. Hann hefur verið fyrirliði Keflavíkur undanfarin tvö tímabil.

Keflavík féll úr Pepsi-deildinni í fyrra og fékk McAusland í kjölfarið leyfi til að ræða við félög úr Pepsi-deildinni.

„Ég fór á fund með félaginu og við komumst að samkomulagi um að finna félag í Pepsi-deildinni til að taka við samningi mínum," sagði McAusland við Fótbolta.net.

Grindavík er nýtt félag McAusland, en í tilkynningu frá Grindavík segir:

„Marc McAusland hefur skrifað undir tveggja ára samning við Grindavík. Hann spilaði með Keflavík s.l. 3 tímabil og var fyrirliði þeirra s.l. 2 tímabil. Hann spilaði fyrir þá 66 leiki og skoraði 2 mörk. Það er mikill styrkur að fá hann í vörnina hjá okkur en þar höfðum við misst tvo menn frá síðasta tímabili."

„Við bjóðum Marc McAusland velkominn í Grindavíkur fjölskylduna!"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner