Danska félagið Midtjylland er komið áfram í 16-liða úrslitin í Evrópukeppni unglingaliða og er það stórum hluta að þakka íslenska markverðinum Elíasi Rafni Ólafssyni.
Midtjylland mætti Roma og var staðan eftir venjulegan leiktíma 1-1. Því var griptið til vítaspyrnukeppni en þar varði Elías Rafn tvær vítaspyrnur.
Bæði lið skoruðu úr fyrstu tveimur spyrnum sínum en Elías varði næstu tvær vítaspyrnur leikmanna Roma. Á meðan nýtti Midtjylland allar sínar spynur. Lokatölur því 4-2 í vítaspyrnukeppninni og Elías Rafn hetjan.
Elías Rafn er 18 ára gamall, fæddur 2000. Hann er uppalinn hjá Breiðabliki.
Það er dregið í 16-liða úrslitin en Midtjylland gæti þar mætt stórliðum á borð við Liverpool, Manchester United, Barcelona og Real Madrid.
Athugasemdir