Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 10. júní 2019 09:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ronaldo bað De Ligt um að koma til Juventus
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo og félagar hans í portúgalska landsliðinu eru tvöfaldir meistarar í Evrópu eftir sigur á Hollandi í úrslitaleik Þjóðadeildarinnar í gær.

Portúgal er ríkjandi Evrópumeistari og er núna einnig Þjóðadeildarmeistari.

Ronaldo, fyrirliði Portúgala, leikur með Juventus á Ítalíu og hann reyndi að sannfæra leikmann úr hollenska liðinu til að koma til Juventus eftir leikinn í gær.

„Ég skildi hann ekki fyrst," sagði Matthijs de Ligt, 19 ára gamall varnarmaður Hollands, eftir leikinn. „Þetta kom mér mjög á óvart og því hló ég. Ég sagði ekki neitt."

De Ligt er á mála hjá Ajax í Hollandi en hann verður það væntanlega ekki mikið lengur. Hann er á óskalista stærstu félaga Evrópu og verður spennandi að sjá hvert hann fer.


Athugasemdir
banner