Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss í Pepsi Max-deild kvenna, var gríðarlega ósáttur með vítaspyrnuna sem liðið fékk á sig í 1-1 jafnteflinu gegn Fylki í kvöld.
Fylkir og Selfoss gerðu 1-1 jafntefli í kvöld en Hólmfríður Magnúsdóttir kom Selfyssingum yfir snemma leiks áður en Fylkir fékk vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks.
Ída Marín Hermannsdóttir fékk þá boltann hægra megin við teiginn, keyrði inn að honum og ætlaði að munda skotfótinn en datt á Kelsey Wys, markvörð Selfyssinga og var dæmd vítaspyrna.
Alfreð Elías tjáir sig um atvkið á Facebook-síðu sinni í kvöld og lýsir atvikinu.
„Brandari kvöldsins," sagði Alfreð á Facebook-síðu sinni.
Hægt er að sjá atvikið í spilaranum hér fyrir neðan.
Athugasemdir