fim 01. ágúst 2019 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 2. deild: Tók góða ákvörðun í maí 2008
Gilles M'Bang Ondo (Þróttur V.)
Ondo líkar vel í Þrótti.
Ondo líkar vel í Þrótti.
Mynd: Þróttur V.
Hann skoraði þrennu í gær.
Hann skoraði þrennu í gær.
Mynd: Þróttur V.
,,Þessi eðlisávísun sem þú hefur sem markaskorari, þú ert annað hvort með hana eða ekki.
,,Þessi eðlisávísun sem þú hefur sem markaskorari, þú ert annað hvort með hana eða ekki.
Mynd: Þróttur V.
„Það var mjög fínt að skora fyrir liðið. Þegar þú ert sóknarmaður þá ferðu inn á völlinn til að fá þessa tilfinningu," segir Gilles Mbang Ondo, leikmaður Þróttar Vogum.

Hann skoraði þrennu gegn KFG í gær og er hann því leikmaður 14. umferðarinnar í 2. deild.

„Það var mjög gott að ná þrennunni. Ég held að ég hafi síðast skorað þrennu þegar ég var í Dúbaí fyrir fimm árum."

Ondo var mjög ánægður með frammistöðu liðsins í gær.

„Já mjög ánægður. Allir lögðu mikið á sig og gáfu allt til þess að ná í sigurinn. Við erum góð blanda af reyndum og yngri leikmönnum."

Þriðja heimalandið
Ondo er þekktur fyrir það að vera lunkinn fyrir framan markið, en mörkin í gær voru hans fyrstu mörk í sumar. Hann segist ekki hafa verið í formi til að byrja með.

„Í byrjun var ég ekki í formi. Þú lítur illa út þegar þú ert ekki í formi, en þú getur unnið í því að koma þér aftur í form. Hins vegar, þessi eðlisávísun sem þú hefur sem markaskorari, þú ert annað hvort með hana eða ekki."

Ondo er fæddur í Gabon, en flutti ungur til Frakklands. Hann kom fyrst hingað til lands 2008 og raðaði inn mörkunum með Grindavík í efstu deild. Hann fór 2010 og söðlaði mikið um, en sneri aftur til þriðja heimalands síns árið 2017 og gekk þá í raðir Vestra. Hann lék með Selfossi í fyrra og er í dag hjá Þrótti.

„Ísland er mitt þriðja heimaland á eftir Gabon og Frakklandi. Þetta er mjög öruggt land og hér er svo vingjarnlegt fólk. Í maí 2008 tók ég góða ákvörðun að koma hingað."

Erum lið hjá Fóðurblöndunni
Ondo líður vel hjá Þrótti, en hann spilar ekki einungis undir stjórn Úlfs Blandon hjá Þrótti, hann vinnur líka með honum.

„Mér líður mjög vel hjá Þrótti. Þetta er góður hópur og við erum góðir vinir. Það eru margir frönskumælandi í liðinu og það er fínt. Við erum líka með frábæran þjálfara sem er líka mjög góður maður. Við erum lið hjá Fóðurblöndunni (ég vinn hjá fyrirtæki hans þar sem hann er framkvæmdastjóri)."

Þróttur er í fimmta sæti með 22 stig, tveimur stigum frá Vestra sem er í öðru sæti.

„Allt er mögulegt, en við þurfum að taka leik fyrir leik. Næsti leikur er gegn Vestra og góðvini mínum Samma (sem er í stjórn knattspyrnudeildar Vestra)," sagði Gilles Mbang Ondo, besti leikmaður 14. umferðar í 2. deild karla.

Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð: Isaac Freitas Da Silva (Vestri)
Bestur í 2. umferð: Kaelon Fox (Völsungur)
Bestur í 3. umferð: Aron Grétar Jafetsson (KFG)
Bestur í 4. umferð: Nikola Kristinn Stojanovic (Fjarðabyggð)
Bestur í 5. umferð: Mehdi Hadraoui (Víðir)
Bestur í 6. umferð: Ari Steinn Guðmundsson (Víðir)
Bestur í 7. umferð: Unnar Ari Hansson (Leiknir F.)
Bestur í 8. umferð: Þór Llorens Þórðarson (Selfoss)
Bestur í 9. umferð: Daniel Garcia Blanco (Leiknir F.)
Bestur í 10. umferð: Borja Lopez Laguna (Dalvík/Reynir)
Bestur í 11. umferð: Enok Eiðsson (Þróttur V.)
Bestur í 12. umferð: Kenan Turudija (Selfoss)
Bestur í 13. umferð: Elmar Atli Garðarsson (Vestri)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner