Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
Anton Ingi: Kom ekkert annað til greina en þrjú stig
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
Kristian: Breytti leiknum og þá var þetta eignilega komið
Ekki mikið að gera hjá Elíasi í dag - „Þeir skapa ekki neitt“
„Mikilvægt að bakka upp það sem við erum búnir að tala um“
Hákon Arnar: Þeir áttu bara ekki breik
Ísak um þriðja markið: Ótrúlegt að horfa á þetta
Hilmar the Glacier formaður Tólfunnar: Ég ætla að vona að Arnar sé ekki að fara sýna mér annað
Byrjunarlið Íslands - Elías í markinu og Albert á vinstri kanti
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
   mið 07. ágúst 2019 22:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Elska íslenskan fótbolta og við þurfum að rífa okkur upp af rassgatinu"
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nokkrir leikmenn voru enn í Vestmannaeyjum, á Þjóðhátíð," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir 2-1 tap gegn Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Víkingur R.

„Upphitun var léleg og við náðum engan veginn takti. Við gerðum fáránleg mistök. Stjörnumenn voru ekki það góðir heldur. Þeir tróðu inn tveimur mörkum í seinni hálfleik, en við tókum völdin eftir það. Heilt yfir voru þetta vonbrigði, þetta var langt frá þeim standard sem við ætlum að setja okkur sem klúbbur."

„Það er alltaf sama gamla sagan. Þegar við erum nálægt því að stíga eitthvað skref þá skítum við í brækurnar. Þetta eru vonbrigði, Stjarnan voru ekki góðir, þeir voru 'unfit'."

„Ég er pirraður og ég ætla að segja það sem mér finnst. Ég elska íslenskan fótbolta og við þurfum að rífa okkur upp af rassgatinu. Þeir voru þreyttir síðustu 30 mínúturnar og þetta er ekki boðlegt ef við ætlum að ná árangri. Víkingur, Stjarnan, Valur, öll þessi lið, við þurfum að gefa aðeins í 'fitness' og æfa meira."

Ég get gert þetta í strigaskóm
Arnar stillti upp í sóknarsinnað kerfi, en hann var pirraður á þeim mistökum sem hans menn gerðu.

„Mér fannst þessi uppstilling líta mjög vel út á pappír, en við töpuðum leiknum. Það var ekki vandamálið, vandamálið voru fimm metra sendingar, metra sendingar. Það sem ég get gert í strigaskóm. Þetta var lélegt."

„Við vorum næstum því alltaf komnir í gegn. Það vantaði lokasendingu, menn voru að hlaupa mikið með boltann. Menn voru að gera hluti sem við höfum ekki verið að gera í sumar. Sem þjálfari ber ég auðvitað ábyrgð á þessu. Þetta var bara lélegt."

Þetta athyglisverða viðtal við Arnar Gunnlaugsson má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner