Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   mið 07. ágúst 2019 22:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Elska íslenskan fótbolta og við þurfum að rífa okkur upp af rassgatinu"
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nokkrir leikmenn voru enn í Vestmannaeyjum, á Þjóðhátíð," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir 2-1 tap gegn Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Víkingur R.

„Upphitun var léleg og við náðum engan veginn takti. Við gerðum fáránleg mistök. Stjörnumenn voru ekki það góðir heldur. Þeir tróðu inn tveimur mörkum í seinni hálfleik, en við tókum völdin eftir það. Heilt yfir voru þetta vonbrigði, þetta var langt frá þeim standard sem við ætlum að setja okkur sem klúbbur."

„Það er alltaf sama gamla sagan. Þegar við erum nálægt því að stíga eitthvað skref þá skítum við í brækurnar. Þetta eru vonbrigði, Stjarnan voru ekki góðir, þeir voru 'unfit'."

„Ég er pirraður og ég ætla að segja það sem mér finnst. Ég elska íslenskan fótbolta og við þurfum að rífa okkur upp af rassgatinu. Þeir voru þreyttir síðustu 30 mínúturnar og þetta er ekki boðlegt ef við ætlum að ná árangri. Víkingur, Stjarnan, Valur, öll þessi lið, við þurfum að gefa aðeins í 'fitness' og æfa meira."

Ég get gert þetta í strigaskóm
Arnar stillti upp í sóknarsinnað kerfi, en hann var pirraður á þeim mistökum sem hans menn gerðu.

„Mér fannst þessi uppstilling líta mjög vel út á pappír, en við töpuðum leiknum. Það var ekki vandamálið, vandamálið voru fimm metra sendingar, metra sendingar. Það sem ég get gert í strigaskóm. Þetta var lélegt."

„Við vorum næstum því alltaf komnir í gegn. Það vantaði lokasendingu, menn voru að hlaupa mikið með boltann. Menn voru að gera hluti sem við höfum ekki verið að gera í sumar. Sem þjálfari ber ég auðvitað ábyrgð á þessu. Þetta var bara lélegt."

Þetta athyglisverða viðtal við Arnar Gunnlaugsson má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner