Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   mið 07. ágúst 2019 22:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Elska íslenskan fótbolta og við þurfum að rífa okkur upp af rassgatinu"
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nokkrir leikmenn voru enn í Vestmannaeyjum, á Þjóðhátíð," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir 2-1 tap gegn Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Víkingur R.

„Upphitun var léleg og við náðum engan veginn takti. Við gerðum fáránleg mistök. Stjörnumenn voru ekki það góðir heldur. Þeir tróðu inn tveimur mörkum í seinni hálfleik, en við tókum völdin eftir það. Heilt yfir voru þetta vonbrigði, þetta var langt frá þeim standard sem við ætlum að setja okkur sem klúbbur."

„Það er alltaf sama gamla sagan. Þegar við erum nálægt því að stíga eitthvað skref þá skítum við í brækurnar. Þetta eru vonbrigði, Stjarnan voru ekki góðir, þeir voru 'unfit'."

„Ég er pirraður og ég ætla að segja það sem mér finnst. Ég elska íslenskan fótbolta og við þurfum að rífa okkur upp af rassgatinu. Þeir voru þreyttir síðustu 30 mínúturnar og þetta er ekki boðlegt ef við ætlum að ná árangri. Víkingur, Stjarnan, Valur, öll þessi lið, við þurfum að gefa aðeins í 'fitness' og æfa meira."

Ég get gert þetta í strigaskóm
Arnar stillti upp í sóknarsinnað kerfi, en hann var pirraður á þeim mistökum sem hans menn gerðu.

„Mér fannst þessi uppstilling líta mjög vel út á pappír, en við töpuðum leiknum. Það var ekki vandamálið, vandamálið voru fimm metra sendingar, metra sendingar. Það sem ég get gert í strigaskóm. Þetta var lélegt."

„Við vorum næstum því alltaf komnir í gegn. Það vantaði lokasendingu, menn voru að hlaupa mikið með boltann. Menn voru að gera hluti sem við höfum ekki verið að gera í sumar. Sem þjálfari ber ég auðvitað ábyrgð á þessu. Þetta var bara lélegt."

Þetta athyglisverða viðtal við Arnar Gunnlaugsson má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner