Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
banner
   mán 12. ágúst 2019 21:43
Arnar Helgi Magnússon
Ólafur Ingi: Svolítið 'jójó' hjá okkur í ár
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi Skúlason var sáttur með stigin þrjú gegn Grindavík í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Fylkir náði forystunni snemma í leiknum og liðið bætti síðan við öðru marki stuttu síðar.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 Grindavík

„Þetta var mikilvægur sigur fyrir okkur. Við höfðum tapað tveimur í röð fyrir þennan leik og maður sá það á liðinu að það vantaði aðeins upp á sjálfstraustið. Við byrjuðum gríðarlega vel og svo fannst mér við bara loka vel á þá," sagði Ólafur eftir leikinn.

Lið Fylkis hefur verið óstöðugt í sumar og hafa appelsínugulir ekki náð að tengja marga sigra.

„Þetta er búið að vera svolítið 'jójó' hjá okkur í ár. Við erum búnir að vinna leiki og svo tapa leikjum. Okkur vantar smá stöðugleika til þess að komast á eitthvað skrið. Deildin er bara búin að vera svona og þetta er mjög þétt. Það er stutt á milli í þessu við fögnum stigunum þremur í dag og byggjum á þessu."

Ólafur spilað í vörninni í dag en hann segist ekki vita hvort að hann klári tímabilið í þessari stöðu.

„Ég veit það ekki. Þú verður að spyrja þjálfarann að því. Maður tekur bara að sér þau verkefni sem maður er beðinn um. Mér fannst þetta ganga vel í dag en ég var helvíti fúll að fá á okkur þetta mark í lokin. Þetta var ónauðsynlegt fyrir okkur."

Fylkir mætir FH í næstu umferð og er Ólafur spenntur fyrir þeim leik.

„Við horfðum á þá spila í gær á móti Val í hörkuleik. Þeir eiga KR á miðvikudag. Þetta verður hörkuleikur og það verður gaman að kljást við þá," sagði Ólafur að lokum.

Nánar er rætt við Ólaf í viðtalinu hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner