Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
Vuk: Náttúrulega galið að við séum ekki að spila á mánudegi
Davíð Smári: Það vantaði kraft í okkur
Rúnar Kristins: Við hittum á réttu taktíkina
Sjáðu draugamark ÍA í Njarðvík
Jökull: Held að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst
Túfa: Helvíti gaman að sjá þessa frétt
Ólafur Kristjáns: Leikmenn verið lengur saman og búnar að kynnast mér
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
Sandra María: Þetta var gott spark í rassinn
Óskar Smári: Gæðaleysi fram á við þegar leið á leikinn
Jóhann Kristinn: Var mögulega aðeins of pirraður
Bjarni Jó: Eigum að kála þessum leik
Donni: Vonandi það sem koma skal
John Andrews: Viljum spila öðruvísi og kannski er það að skaða okkur
   mán 12. ágúst 2019 21:43
Arnar Helgi Magnússon
Ólafur Ingi: Svolítið 'jójó' hjá okkur í ár
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi Skúlason var sáttur með stigin þrjú gegn Grindavík í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Fylkir náði forystunni snemma í leiknum og liðið bætti síðan við öðru marki stuttu síðar.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 Grindavík

„Þetta var mikilvægur sigur fyrir okkur. Við höfðum tapað tveimur í röð fyrir þennan leik og maður sá það á liðinu að það vantaði aðeins upp á sjálfstraustið. Við byrjuðum gríðarlega vel og svo fannst mér við bara loka vel á þá," sagði Ólafur eftir leikinn.

Lið Fylkis hefur verið óstöðugt í sumar og hafa appelsínugulir ekki náð að tengja marga sigra.

„Þetta er búið að vera svolítið 'jójó' hjá okkur í ár. Við erum búnir að vinna leiki og svo tapa leikjum. Okkur vantar smá stöðugleika til þess að komast á eitthvað skrið. Deildin er bara búin að vera svona og þetta er mjög þétt. Það er stutt á milli í þessu við fögnum stigunum þremur í dag og byggjum á þessu."

Ólafur spilað í vörninni í dag en hann segist ekki vita hvort að hann klári tímabilið í þessari stöðu.

„Ég veit það ekki. Þú verður að spyrja þjálfarann að því. Maður tekur bara að sér þau verkefni sem maður er beðinn um. Mér fannst þetta ganga vel í dag en ég var helvíti fúll að fá á okkur þetta mark í lokin. Þetta var ónauðsynlegt fyrir okkur."

Fylkir mætir FH í næstu umferð og er Ólafur spenntur fyrir þeim leik.

„Við horfðum á þá spila í gær á móti Val í hörkuleik. Þeir eiga KR á miðvikudag. Þetta verður hörkuleikur og það verður gaman að kljást við þá," sagði Ólafur að lokum.

Nánar er rætt við Ólaf í viðtalinu hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner