Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   mán 12. ágúst 2019 21:43
Arnar Helgi Magnússon
Ólafur Ingi: Svolítið 'jójó' hjá okkur í ár
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi Skúlason var sáttur með stigin þrjú gegn Grindavík í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Fylkir náði forystunni snemma í leiknum og liðið bætti síðan við öðru marki stuttu síðar.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 Grindavík

„Þetta var mikilvægur sigur fyrir okkur. Við höfðum tapað tveimur í röð fyrir þennan leik og maður sá það á liðinu að það vantaði aðeins upp á sjálfstraustið. Við byrjuðum gríðarlega vel og svo fannst mér við bara loka vel á þá," sagði Ólafur eftir leikinn.

Lið Fylkis hefur verið óstöðugt í sumar og hafa appelsínugulir ekki náð að tengja marga sigra.

„Þetta er búið að vera svolítið 'jójó' hjá okkur í ár. Við erum búnir að vinna leiki og svo tapa leikjum. Okkur vantar smá stöðugleika til þess að komast á eitthvað skrið. Deildin er bara búin að vera svona og þetta er mjög þétt. Það er stutt á milli í þessu við fögnum stigunum þremur í dag og byggjum á þessu."

Ólafur spilað í vörninni í dag en hann segist ekki vita hvort að hann klári tímabilið í þessari stöðu.

„Ég veit það ekki. Þú verður að spyrja þjálfarann að því. Maður tekur bara að sér þau verkefni sem maður er beðinn um. Mér fannst þetta ganga vel í dag en ég var helvíti fúll að fá á okkur þetta mark í lokin. Þetta var ónauðsynlegt fyrir okkur."

Fylkir mætir FH í næstu umferð og er Ólafur spenntur fyrir þeim leik.

„Við horfðum á þá spila í gær á móti Val í hörkuleik. Þeir eiga KR á miðvikudag. Þetta verður hörkuleikur og það verður gaman að kljást við þá," sagði Ólafur að lokum.

Nánar er rætt við Ólaf í viðtalinu hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner