Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
banner
   mán 12. ágúst 2019 21:43
Arnar Helgi Magnússon
Ólafur Ingi: Svolítið 'jójó' hjá okkur í ár
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi Skúlason var sáttur með stigin þrjú gegn Grindavík í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Fylkir náði forystunni snemma í leiknum og liðið bætti síðan við öðru marki stuttu síðar.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 Grindavík

„Þetta var mikilvægur sigur fyrir okkur. Við höfðum tapað tveimur í röð fyrir þennan leik og maður sá það á liðinu að það vantaði aðeins upp á sjálfstraustið. Við byrjuðum gríðarlega vel og svo fannst mér við bara loka vel á þá," sagði Ólafur eftir leikinn.

Lið Fylkis hefur verið óstöðugt í sumar og hafa appelsínugulir ekki náð að tengja marga sigra.

„Þetta er búið að vera svolítið 'jójó' hjá okkur í ár. Við erum búnir að vinna leiki og svo tapa leikjum. Okkur vantar smá stöðugleika til þess að komast á eitthvað skrið. Deildin er bara búin að vera svona og þetta er mjög þétt. Það er stutt á milli í þessu við fögnum stigunum þremur í dag og byggjum á þessu."

Ólafur spilað í vörninni í dag en hann segist ekki vita hvort að hann klári tímabilið í þessari stöðu.

„Ég veit það ekki. Þú verður að spyrja þjálfarann að því. Maður tekur bara að sér þau verkefni sem maður er beðinn um. Mér fannst þetta ganga vel í dag en ég var helvíti fúll að fá á okkur þetta mark í lokin. Þetta var ónauðsynlegt fyrir okkur."

Fylkir mætir FH í næstu umferð og er Ólafur spenntur fyrir þeim leik.

„Við horfðum á þá spila í gær á móti Val í hörkuleik. Þeir eiga KR á miðvikudag. Þetta verður hörkuleikur og það verður gaman að kljást við þá," sagði Ólafur að lokum.

Nánar er rætt við Ólaf í viðtalinu hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner