Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
Hólmar: Vestri gerir það sem Vestri gerir vel
Túfa: Boltinn dansaði mjög oft á línunni í dag
Nik: Gott að komast aftur í deildar rútínu
Tilfinningaríkur Guy Smit klökkur í lokin - „langar bara að segja að ég elska þau"
Kom óvænt til Vestra - „Spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari og hér er ég í dag."
Mjólkurlyktandi Davíð Smári: Þakklátur stjórn Vestra fyrir hugrekkið að ráða mig
Eiður Aron um stuðninginn í kvöld: Ég kem svo fáum orðum að
Besta markið á ferlinum - „Þvílíkur dagur að gera það"
Gunnar Jónas: Sammi er örugglega búinn að brugga eitthvað
Formaður Vals fyrir bikarúrslitin - „Stór dagur fyrir okkur Valsara"
Arnar Sveinn og Jóhann Már eru peppaðir - „Erum komnir til að sækja þennan helvítis sigur"
Best í Mjólkurbikarnum: Ætla ekki að láta það trufla mig
Upplifðu vonbrigði og lærðu helling af því - „Komnir mjög langt síðan þá"
Grétar Guðjohnsen: Væri flott að fá svipaðan díl og Birnir Snær
Guðný: Var tekinn samningsfundur án mín
Kátur Jón Óli vonast til að halda útlendingunum
Dóri Árna: Sjálfstraustsleysi fyrir framan markið
   mán 12. ágúst 2019 21:43
Arnar Helgi Magnússon
Ólafur Ingi: Svolítið 'jójó' hjá okkur í ár
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi Skúlason var sáttur með stigin þrjú gegn Grindavík í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Fylkir náði forystunni snemma í leiknum og liðið bætti síðan við öðru marki stuttu síðar.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 Grindavík

„Þetta var mikilvægur sigur fyrir okkur. Við höfðum tapað tveimur í röð fyrir þennan leik og maður sá það á liðinu að það vantaði aðeins upp á sjálfstraustið. Við byrjuðum gríðarlega vel og svo fannst mér við bara loka vel á þá," sagði Ólafur eftir leikinn.

Lið Fylkis hefur verið óstöðugt í sumar og hafa appelsínugulir ekki náð að tengja marga sigra.

„Þetta er búið að vera svolítið 'jójó' hjá okkur í ár. Við erum búnir að vinna leiki og svo tapa leikjum. Okkur vantar smá stöðugleika til þess að komast á eitthvað skrið. Deildin er bara búin að vera svona og þetta er mjög þétt. Það er stutt á milli í þessu við fögnum stigunum þremur í dag og byggjum á þessu."

Ólafur spilað í vörninni í dag en hann segist ekki vita hvort að hann klári tímabilið í þessari stöðu.

„Ég veit það ekki. Þú verður að spyrja þjálfarann að því. Maður tekur bara að sér þau verkefni sem maður er beðinn um. Mér fannst þetta ganga vel í dag en ég var helvíti fúll að fá á okkur þetta mark í lokin. Þetta var ónauðsynlegt fyrir okkur."

Fylkir mætir FH í næstu umferð og er Ólafur spenntur fyrir þeim leik.

„Við horfðum á þá spila í gær á móti Val í hörkuleik. Þeir eiga KR á miðvikudag. Þetta verður hörkuleikur og það verður gaman að kljást við þá," sagði Ólafur að lokum.

Nánar er rætt við Ólaf í viðtalinu hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner