Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 31. ágúst 2019 20:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neymar áfram í París - Bauðst til að borga 20 milljónir sjálfur
Mynd: Getty Images
Neymar bauðst til þess að borga sjálfur 20 milljónir evra úr eigin vasa til þess að komast frá Paris Saint-Germain til Barcelona.

Þetta herma heimildir Sky Sports.

Bryan Swanson á Sky segir hins vegar að Barcelona hafi ekki náð samkomulagi við Paris Saint-Germain og því er allt útlit fyrir að hann verði áfram í frönsku höfuðborginni.

Neymar lék með Barcelona áður en hann fór til PSG sumarið 2017 á það sem er enn metfé í heiminum (220 milljónir evra). Hann hefur í sumar reynt að komast frá Frakklandi, aftur til Spánar.

Hinn 27 ára gamli Neymar hefur enn ekkert spilað með PSG á tímabilinu vegna óvissu um framtíð hans, en Swanson segir að Brasilíumaðurinn ætli sér að heiðra samning sinn og skyldur hjá PSG.

Hann mun á morgun fljúga til Miami þar sem hann kemur til móts við brasilíska landsliðið.



Athugasemdir
banner
banner