Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   sun 08. september 2019 16:22
Brynjar Ingi Erluson
Alfreð Elías: Barbára var með Ídu í rassvasanum
Kvenaboltinn
Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfyssinga
Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfyssinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss í Pepsi Max deild kvenna, var auðvitað sáttur með 1-0 sigurinn á Fylki í dag.

Lestu um leikinn: Selfoss 1 -  0 Fylkir

Hólmfríður Magnúsdóttir gerði eina markið í upphafi leiksins og þá var vörn Selfyssinga afar þétt.

„Það er hárrétt. Við vorum að spila á móti góðu Fylkisliði og greinilgea búið að vera að gera mikið af góðum hlutum þar með sínar ungu góðu stelpur en við vorum samt betri aðilinn í dag fannst mér og stjórnuðum leiknum," sagði Alfreð Elías við Fótbolta.net.

„Við erum með visst plan í gangi en það hefur kannski farið aðeins fram úr sér. Það er bara gaman þegar gengur vel og við verðum að halda okkur á jörðinni og reyna að spila betur í næsta leik en það er bara svo lítið eftir af þessu móti, væri til í að hafa 32 umferðir."

Alfreð var ánægður með frammistöðu varnarinnar en hann ræddi þar um tvo leikmenn sem Selfossliðið náði að halda í skefjum.

„Við lokuðum á styrkleika þeirra. Ída er mjög góð og Barbára var með hana í rassvasanum í dag. María er líka mjög góð og planið var að loka á þær og það gekk bara mjög vel."

Selfoss varð bikarmeistari á dögunum og er nú í 3. sæti deildarinnar en er hægt að toppa þann árangur?

„Við sjáum hvað gerist á næstu dögum og erum að spjalla saman og sjá hvað framhaldið býr í brjósti," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner