Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   mið 11. september 2019 15:30
Magnús Már Einarsson
Arnar Gunnlaugs: Lykillinn að keyra yfir þá
Tók ekki í mál að fara á hótel
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við látum strákana vita að þetta er stórleikur. Þetta er ekki eins og hver annar leikur. Þetta er stærsti leikur ársins í íslenskum fótbolta," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, í viðtali við Fótbolta.net fyrir úrslitaleik Mjólkurbikarsins gegn FH á laugardag.

Undirbúningur Víkinga fyrir leikinn er hefðbundinn en stefnan er ekki sett á hótel daginn fyrir leik eins og Arnar prófaði sjálfur sem leikmaður á sínum tíma.

„Við tókum það ekki í mál. Ég þoldi það aldrei þegar maður var að spila. Maður var tekinn út úr þægindarammanum á skítahótel einhversstaðar. Þá ertu að bora í nefið á þér og bíða eftir leiknum. Það er langbest að leikmenn séu heima hjá sér eins og venjulega. Við borðum kvöldmat saman daginn fyrir leik eins og fyrir leikinn gegn Breiðabliki en síðan fara menn heim, dúlla sér þar, og eru klárir á leikdegi."

Arnar svaraði ákveðinn þegar hann var spurður að því hver er lykillinn að sigri fyrir Víking gegn FH? „Keyra yfir þá. Þeir eru með rosaleg gæði í sínum leikmannahóp. fótboltaleg gæði fram á við og miðjunni sem geta skaðað okkur. Þess vegna verðum við að vera á tánum allan leikinn. Við þurfum að narta í hælana á þeim."

„Þeim líður ekki vel að spila á móti okkur. Við munum hlaupa og hlaupa og höfum líka gæði til að geta haldið bolta og þreytt þá verulega þannig. Leikur okkar snýst um að vera á gríðarlega háu tempói frá fyrstu mínútu,"
sagði Arnar sem hrósaði liði FH í viðtalinu.

„Það má hrósa FH og Óla (Kristjánssyni, þjálfara) hvernig þeir hafa höndlað mótlætið í sumar. Þeir hafa höndlað það af karlmennsku og karakter. Liðið hans er mjög flott og vel spilandi en við erum það líka og þess vegna segi ég að þetta verði hörkuleikur."

Víkingar töpuðu 1-0 gegn Breiðabliki í æfingaleik í síðustu viku en það var síðasti leikur liðsins fyrr stórleikinn á laugardag. „Þetta var mjög góður leikur. Blikar mættu með sterkt lið og við vorum með sterkt lið. Þetta var fín æfing fyrir bæði lið," sagði Arnar að lokum.

Smelltu hér til að kaupa miða á úrslitaleikinn
Hvort liðið fer í úrslitaleik bikarsins? Leikur á þriðjudag
Athugasemdir
banner
banner