Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   mið 11. september 2019 15:30
Magnús Már Einarsson
Arnar Gunnlaugs: Lykillinn að keyra yfir þá
Tók ekki í mál að fara á hótel
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við látum strákana vita að þetta er stórleikur. Þetta er ekki eins og hver annar leikur. Þetta er stærsti leikur ársins í íslenskum fótbolta," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, í viðtali við Fótbolta.net fyrir úrslitaleik Mjólkurbikarsins gegn FH á laugardag.

Undirbúningur Víkinga fyrir leikinn er hefðbundinn en stefnan er ekki sett á hótel daginn fyrir leik eins og Arnar prófaði sjálfur sem leikmaður á sínum tíma.

„Við tókum það ekki í mál. Ég þoldi það aldrei þegar maður var að spila. Maður var tekinn út úr þægindarammanum á skítahótel einhversstaðar. Þá ertu að bora í nefið á þér og bíða eftir leiknum. Það er langbest að leikmenn séu heima hjá sér eins og venjulega. Við borðum kvöldmat saman daginn fyrir leik eins og fyrir leikinn gegn Breiðabliki en síðan fara menn heim, dúlla sér þar, og eru klárir á leikdegi."

Arnar svaraði ákveðinn þegar hann var spurður að því hver er lykillinn að sigri fyrir Víking gegn FH? „Keyra yfir þá. Þeir eru með rosaleg gæði í sínum leikmannahóp. fótboltaleg gæði fram á við og miðjunni sem geta skaðað okkur. Þess vegna verðum við að vera á tánum allan leikinn. Við þurfum að narta í hælana á þeim."

„Þeim líður ekki vel að spila á móti okkur. Við munum hlaupa og hlaupa og höfum líka gæði til að geta haldið bolta og þreytt þá verulega þannig. Leikur okkar snýst um að vera á gríðarlega háu tempói frá fyrstu mínútu,"
sagði Arnar sem hrósaði liði FH í viðtalinu.

„Það má hrósa FH og Óla (Kristjánssyni, þjálfara) hvernig þeir hafa höndlað mótlætið í sumar. Þeir hafa höndlað það af karlmennsku og karakter. Liðið hans er mjög flott og vel spilandi en við erum það líka og þess vegna segi ég að þetta verði hörkuleikur."

Víkingar töpuðu 1-0 gegn Breiðabliki í æfingaleik í síðustu viku en það var síðasti leikur liðsins fyrr stórleikinn á laugardag. „Þetta var mjög góður leikur. Blikar mættu með sterkt lið og við vorum með sterkt lið. Þetta var fín æfing fyrir bæði lið," sagði Arnar að lokum.

Smelltu hér til að kaupa miða á úrslitaleikinn
Vilt þú fá VAR inn í Bestu-deildina á Íslandi?
Athugasemdir
banner