Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
   mið 11. september 2019 15:30
Magnús Már Einarsson
Arnar Gunnlaugs: Lykillinn að keyra yfir þá
Tók ekki í mál að fara á hótel
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við látum strákana vita að þetta er stórleikur. Þetta er ekki eins og hver annar leikur. Þetta er stærsti leikur ársins í íslenskum fótbolta," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, í viðtali við Fótbolta.net fyrir úrslitaleik Mjólkurbikarsins gegn FH á laugardag.

Undirbúningur Víkinga fyrir leikinn er hefðbundinn en stefnan er ekki sett á hótel daginn fyrir leik eins og Arnar prófaði sjálfur sem leikmaður á sínum tíma.

„Við tókum það ekki í mál. Ég þoldi það aldrei þegar maður var að spila. Maður var tekinn út úr þægindarammanum á skítahótel einhversstaðar. Þá ertu að bora í nefið á þér og bíða eftir leiknum. Það er langbest að leikmenn séu heima hjá sér eins og venjulega. Við borðum kvöldmat saman daginn fyrir leik eins og fyrir leikinn gegn Breiðabliki en síðan fara menn heim, dúlla sér þar, og eru klárir á leikdegi."

Arnar svaraði ákveðinn þegar hann var spurður að því hver er lykillinn að sigri fyrir Víking gegn FH? „Keyra yfir þá. Þeir eru með rosaleg gæði í sínum leikmannahóp. fótboltaleg gæði fram á við og miðjunni sem geta skaðað okkur. Þess vegna verðum við að vera á tánum allan leikinn. Við þurfum að narta í hælana á þeim."

„Þeim líður ekki vel að spila á móti okkur. Við munum hlaupa og hlaupa og höfum líka gæði til að geta haldið bolta og þreytt þá verulega þannig. Leikur okkar snýst um að vera á gríðarlega háu tempói frá fyrstu mínútu,"
sagði Arnar sem hrósaði liði FH í viðtalinu.

„Það má hrósa FH og Óla (Kristjánssyni, þjálfara) hvernig þeir hafa höndlað mótlætið í sumar. Þeir hafa höndlað það af karlmennsku og karakter. Liðið hans er mjög flott og vel spilandi en við erum það líka og þess vegna segi ég að þetta verði hörkuleikur."

Víkingar töpuðu 1-0 gegn Breiðabliki í æfingaleik í síðustu viku en það var síðasti leikur liðsins fyrr stórleikinn á laugardag. „Þetta var mjög góður leikur. Blikar mættu með sterkt lið og við vorum með sterkt lið. Þetta var fín æfing fyrir bæði lið," sagði Arnar að lokum.

Smelltu hér til að kaupa miða á úrslitaleikinn
Hvernig fer Víkingur - Breiðablik á sunnudag?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner