Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 18. september 2019 09:23
Magnús Már Einarsson
Rúnar Már mætir sínu liði - Úr stúkunni á Old Trafford inn á völl
40 ættingjar og vinir mæta á svæðið
Rúnar Már hefur verið stuðningsmaður Manchester United síðan í æsku.
Rúnar Már hefur verið stuðningsmaður Manchester United síðan í æsku.
Mynd: Total Football
Íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson hefur verið harður stuðningsmaður Manchester United alla tíð. Rúnar Már mun á morgun spila gegn United á Old Trafford með liði sínu Astana frá Kasakstan í Evrópudeildinni.

Rúnar hefur séð nokkra leiki sem áhorfandi á Old Trafford í gegnum tíðina en hann var meðal annars á vellinum þegar Federico Macheda skoraði frægt sigurmark gegn Aston Villa árið 2008. Á morgun mun Rúnar spila sjálfur á vellinum og í stúkunni verða 40 fjölskyldumeðlimir og vinir hans úr Skagafirðinum.

The Athletic er með viðtal við Rúnar í dag þar sem hann segir frá viðbrögðum sínum þegar hann sat í flugvél á leið frá Hvíta-Rússlandi og sá að Astana og United drógust saman í riðil.

„Ég sá orðin 'Manchester United' og hugsaði 'Wow!" sagði Rúnar við The Athletic.

„Ég sá ekki einu sinni hin tvö liðin í riðlinum fyrr en klukkutímum síðar. Ég var einn í flugvélinni að hugsa um United og gat ekki talað við neinn. Þegar ég lenti sá ég hin liðin og síminn minn varð fullur af skilaboðum frá vinum. Allir vita hvað mitt lið er og flestir vinir mínir styðja líka Manchester United."

„United er liðið sem öll fjölskyldan mín styður og eins og allir á Íslandi þá eru þau brjáluð í enska boltann. Þau myndu frekar styðja lið sitt á Englandi heldur en heimaliðið á Íslandi," sagði Rúnar.

„Mig dreymdi aldrei um að fara á Old Trafford öðruvísi en áhorfandi. Ég sá sjálfan mig sem framtíðar ársmiðahafa þar þegar ég hætti að spila en núna er ég að fara að spila þar. Ég er mjög rólegur yfir leiknum en mjög ánægður með að fjölskylda mín geti séð mig spila á vellinum sem þau hafa heimsótt í 30 ár."

Athugasemdir
banner
banner
banner