Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
banner
   fim 01. janúar 2026 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Championship í dag - Heil umferð á dagskrá
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Birmingham City
Það er nýársdagur og er enski boltinn í fullu fjöri í dag. Það fara fjórir leikir fram í ensku úrvalsdeildinni og auk þess er heil umferð á dagskrá í Championship deildinni.

Blackburn Rovers tekur á móti Wrexham frá Wales í fyrsta leik 25. umferðar en Andri Lucas Guðjohnsen verður ekki með vegna meiðsla.

Birmingham heimsækir svo Watford en Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted léku allan leikinn í jafntefli Birmingham gegn Southampton nýliðinn mánudag.

Á sama tíma spilar Preston North End heimaleik gegn botnliði Sheffield Wednesday. Stefán Teitur Þórðarson er á mála hjá Preston en hefur ekki verið í hóp síðustu tvo leiki, mögulega vegna meiðsla eða veikinda.

Blackburn er fimm stigum fyrir ofan fallsæti, með 27 stig eftir 23 umferðir. Þeir eiga leik til góða og eru fjórum stigum á eftir Birmingham sem er um miðja deild með 31 stig. Preston er svo sex stigum þar fyrir ofan, með 37 stig, í baráttu um umspilssæti.

Í öðrum leikjum dagsins heimsækir topplið Coventry fallbaráttulið Charlton Athletic. Coventry er að gera magnaða hluti undir stjórn Frank Lampard, liðið er með átta stiga forystu í titilbaráttunni.

Middlesbrough situr í öðru sæti og heimsækir Derby County, sem er um miðja deild. Á meðan eiga Ipswich Town og Hull City, sem eru að anda ofan í hálsmálið á Middlesbrough í toppbaráttunni, heimaleiki.

Búist er við sigri hjá Ipswich gegn Oxford en Hull fær sterkt lið Stoke í heimsókn.

Leikir dagsins
12:30 Blackburn - Wrexham
15:00 Ipswich Town - Oxford United
15:00 Watford - Birmingham
15:00 Preston NE - Sheff Wed
15:00 Bristol City - Portsmouth
15:00 Derby County - Middlesbrough
15:00 Charlton Athletic - Coventry
15:00 Hull City - Stoke City
15:00 QPR - Norwich
15:00 Southampton - Millwall
15:00 Swansea - West Brom
17:30 Sheffield Utd - Leicester
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 28 17 7 4 61 31 +30 58
2 Middlesbrough 28 15 7 6 42 29 +13 52
3 Ipswich Town 27 14 8 5 47 24 +23 50
4 Hull City 27 14 5 8 45 39 +6 47
5 Millwall 28 13 7 8 32 35 -3 46
6 Preston NE 28 11 10 7 36 29 +7 43
7 Watford 27 11 9 7 38 32 +6 42
8 Stoke City 28 12 5 11 33 25 +8 41
9 Wrexham 28 10 11 7 40 35 +5 41
10 Derby County 28 11 8 9 38 36 +2 41
11 Bristol City 28 11 7 10 38 31 +7 40
12 QPR 28 11 7 10 38 39 -1 40
13 Birmingham 28 10 8 10 38 37 +1 38
14 Leicester 28 10 8 10 39 41 -2 38
15 Southampton 28 9 9 10 40 40 0 36
16 Swansea 28 10 6 12 31 35 -4 36
17 Sheffield Utd 27 10 2 15 36 40 -4 32
18 Charlton Athletic 27 8 8 11 27 34 -7 32
19 West Brom 28 9 4 15 31 43 -12 31
20 Norwich 28 8 6 14 35 40 -5 30
21 Portsmouth 26 7 8 11 23 36 -13 29
22 Blackburn 27 7 7 13 25 36 -11 28
23 Oxford United 27 5 9 13 25 35 -10 24
24 Sheff Wed 27 1 8 18 18 54 -36 -7
Athugasemdir
banner
banner
banner