Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
banner
   fim 01. janúar 2026 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Newcastle lánar táning til Spánar (Staðfest)
Cordero á eftir að spila sinn fyrsta leik fyrir Newcastle. Hann var ekki með í byrjun undirbúningstímabilsins útaf Evrópumóti U19 ára landsliða, þar sem Spánn endaði í öðru sæti eftir tap gegn Hollandi í úrslitaleiknum.
Cordero á eftir að spila sinn fyrsta leik fyrir Newcastle. Hann var ekki með í byrjun undirbúningstímabilsins útaf Evrópumóti U19 ára landsliða, þar sem Spánn endaði í öðru sæti eftir tap gegn Hollandi í úrslitaleiknum.
Mynd: Newcastle
Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United er búið að senda spænska táninginn Antonio Cordero til Spánar.

Cordero er 19 ára kantmaður sem kom til Newcastle á frjálsri sölu frá Málaga síðasta sumar.

Cordero, sem er mikilvægur hlekkur í U19 landsliði Spánar, fer til Cádiz á lánssamningi sem gildir út tímabilið. Cádiz leikur í næstefstu deild á Spáni og er þar í toppbaráttunni, sjö stigum frá efsta sætinu.

Cordero var sendur beint til Westerlo í Belgíu á lánssamningi eftir að hann skipti yfir til Newcastle síðasta sumar, en komst ekki í byrjunarliðið þar. Núna fær hann að reyna fyrir sér í heimalandinu.

Táningurinn er með fjögur og hálft ár eftir af samningi við Newcastle.


Athugasemdir
banner
banner