Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   lau 05. október 2019 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Real Madrid: Courtois fékk ekki kvíðakast
Thibaut Courtois.
Thibaut Courtois.
Mynd: Getty Images
Real Madrid hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna markvarðarins Thibaut Courtois.

Courtois fékk tvö mörk á sig í fyrri hálfleiknum gegn Club Brugge í Meistaradeildinni í vikunni. Margir ráku upp stór augu þegar Courtois mætti ekki til leiks í seinni hálfleikinn. Honum var skipt af velli fyrir Alphonse Areola.

Einhvers staðar var fjallað um það að Courtois hefði fengið kvíðakast í hálfleiknum.

Real sá sér knúið að senda frá sér yfirlýsingu vegna þeirra frétta.

„Þessar upplýsingar eru algjörlega falskar," sagði Real í yfirlýsingunni.

Fram kemur að Courtois, sem hefur alls ekki verið mjög sannfærandi í búningi Real Madrid, hafi verið með magakveisu. Það hafi þess vegna verið ómögulegt fyrir hann að klára leikinn. Hann sé að jafna sig á þessum veikindum.

Real Madrid, sem er á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar, spilar í dag við liðið í öðru sæti, Granada. Courtois verður ekki með í þeim leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner