Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 11. desember 2019 10:30
Fótbolti.net
Skagamenn ætla að breyta um leikstíl
Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA.
Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, er í viðtali í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolta.net í vikunni. Nýliðar ÍA komu með látum inn í Pepsi Max-deildina í ár og voru á toppnum eftir sex umferðir. Eftir það fjaraði undan gengi liðsins og 10. sætið varð niðurstaðan.

Jóhannes Karl gerir tímabilið upp í Miðjunni en þar ræðir hann einnig um leikstíl Skagamanna. ÍA spilaði beinskeyttan fótbolta með þriggja manna varnarlínu í sumar.

„Þú þarft að leita þér leiða til að geta náð árangri í fótbolta. Þetta var leiðin sem ég valdi og leiðin sem við stilltum upp með inn í tímabilið. Hún virkaði vel fyrir okkur framan af en svo fóru liðin svolítið að lesa okkur og þetta gekk ekki eins vel í seinni hlutanum. Við létum það líka kannski fara í taugarnar á okkur og héldum að þetta yrði auðveldara út af því hvernig byrjunin var," sagði Jóhannes Karl í Miðjunni.

„Ég get skilið að fólk skuli setja út á þennan leikstíl því það var á köflum leiðinlegt að spila á móti okkur. Við vorum erfiðir, fengum lítið af mörkum á okkur og vorum stórhættulegir fram á við framan af móti. Svona gagnrýni er bara eðlileg því það eru mismunandi leikstílar í gangi í fótboltanum."

Jóhannes Karl segir að breytingar verði á leikstíl Skagamanna fyrir næsta sumar.

„Þessi leikstíll sem við fórum með inn í mótið í fyrra er ekki leikstíll sem við ætlum að festa okkur í. Til þess að halda áfram að byggja ofan á þetta öfluga starf sem við erum að vinna upp á Akranesi þá ætlum við ekki að vera lið sem pakkar í vörn. Við ætlum að geta sótt meira og haldið boltanum betur. Við ætlum að byggja ofan á það sem við höfum verið að gera."

Í sumar spilaði ÍA yfirleitt með þrjá miðverði í 3-4-3 en Jóhannes Karl segir í Miðjunni að Skagamenn stefni á að fara aftur í fjögurra manna varnarlínu með tvo miðverði.

Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Miðjan - Jói Kalli um stöðuna á Skaganum
Athugasemdir
banner
banner
banner