Aganefnd UEFA hefur úrskurðað Jörund Áka Sveinsson, landsliðsþjálfara kvennalandsliðsins, í tveggja leikja bann vegna brottvísunar hans í leik Íslendinga og Tékka þann 19. ágúst síðastliðinn.
Leikbannið gildir í næstu tveimur leikjum Íslands, heimaleiknum gegn Svíum 26. ágúst og útileiknum gegn Portúgölum þann 28. september. Elísabet Gunnarsdóttir landsliðsþjálfari U21 kvenna mun stjórna liðinu í næstu tveimur leikjum.
Leikurinn við Svía hefst kl. 14:00 á laugardag og er leikinn á Laugardalsvelli. Aðgangur er ókeypis og eru áhorfendur hvattir til þess að koma og hvetja stelpurnar gegn geysisterku sænsku liði.
Af heimasíðu KSÍ
Athugasemdir