Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fim 07. desember 2006 12:12
Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Ragnar og Guðni taka við kvennalandsliðinu
Frá blaðamannafundinum rétt í þessu.
Frá blaðamannafundinum rétt í þessu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur verið ráðinn þjálfari A-landsiðs kvenna og honum til aðstoðar verður Guðni Kjartansson. Frá þessu var greint á fréttamannafundi KSÍ nú í hádeginu.

Sigurður tekur við starfinu af Jörundi Áka Sveinssyni sem var samningsbundinn til áramóta en hefur ákveðið að þjálfa kvennalið Breiðabliks. Honum til aðstoðar var Elísabet Gunnarsdóttir.

Sigurður Ragnar hefur aðstoðað Guðna með U18 ára landslið karla og stýrði lðinu í einum leik í Tékkalandi í sumar þar sem hann kláraði einnig verklega hluta UEFA A þjálfaranámskeiðsins. Hann er starfsmaður KSÍ í fullu starfi.

Hann lék síðast með ÍA sumarið 2005 en missti af allri síðustu leiktíð vegna meiðsla en hann sleit krossbönd í hné. Sigurður sem er 33 ára gamall hefur aldrei þjálfað lið í meistaraflokki. Hann á að baki 95 leiki í efstu deild hér á landi og hefur skorað í þeim 31 mark. Hann hefur leikið tvo landsleiki með U19 ára liði Íslands.

Guðni Kjartansson hefur mun meiri reynslu. Hann þjálfaði A-landslið karla fyrst árið 1980 og út árið 1981. Hann tók svo aftur við liðinu árið 1989 tímabundið.
Athugasemdir
banner
banner