banner
   mið 23. júlí 2008 15:19
Guðbjörg Gunnarsdóttir
Sara Björk að yfirgefa Hauka?
Sara Björk Gunnarsdóttir leikmaður Hauka og íslenska landsliðsins
Sara Björk Gunnarsdóttir leikmaður Hauka og íslenska landsliðsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir leikmaður 1.deildarliðs Hauka og íslenska kvennalandsliðsins hefur verið orðuð við mörg lið í Landsbankadeildinni, þá aðallega Stjörnuna, Breiðablik og Bikarmeistara KR. Við hringdum í Söru og spurðum hana hvort hún ætlaði að skipta um félag áður en félagskiptaglugginn lokar aftur 31.júlí.

,,það er ennþá alveg óákveðið” sagði Sara Björk í samtali við Fótbolta.net í dag

Stjarnan, Breiðablik og KR hafa öll sett sig í samband við Söru og ætla sér greinilega að krækja í þennan snjalla miðjumann.

,,Já, þetta eru svona helstu liðin sem koma til greina, ég get alveg staðfest að ég hef átt í samræðum við þessi lið en hef ekkert ákveðið enn” sagði Sara Björk

Síðasti deildarleikur Hauka í 1.deildinni er 23.ágúst næstkomandi og íslenska kvennalandsliðið spilar við Frakka á útvelli þann 27.september. Við spurðum Söru hvort það væri ekkert áhyggjuefni hvað varðar leikform ef hún væri enn í Haukum og myndi þar af leiðandi ekki spila í rúman mánuð fyrir landsleikinn mikilvæga.

,,Já það er reyndar ákveðið áhyggjuefni en ég mun vinna sjálf í því einhvern vegin hvernig sem það fer,” sagði Sara Björk að lokum við Fótbolta.net.

Það verður forvitnilegt að vita hvort hún fari frá Haukum og hvaða lið verður svo heppið að fá hana í sínar raðir. Við á Fótbolti.net ætlum að sjálfsögðu að fylgjast með gangi mála.
Athugasemdir
banner
banner
banner