Lárus Orri Sigurðsson hefur sagt starfi sínu lausu sem þjálfari Þórs. Þetta staðfesti Páll Viðar Gíslason framkvæmdarstjóri Þórs við Fótbolta.net.
Hann var að þjálfa liðið sitt fimmta tímabil en hann var ekki sáttur með aðalstjórn félagsins.
Eftirminnilegt er viðtalið við Lárus Orra sem birtist hér á Fótbolta.net á dögunum.
Afsögnin kemur þó á óvart en hann hafði stýrt liðinu til sigurs gegn Víking á föstudag með tveimur mörkum í uppbótartíma.
Lárus á að baki 42 A-landsleiki og skoraði í þeim tvö mörk.
Hann lék á ferli sínum til að mynda með West Brom og Stoke og gerði vel.
Smelltu hér til að sjá viðtalið við Lárus Orra þar sem hann sagðist vera að íhuga að segja af sér


