Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   sun 01. janúar 2023 17:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dubravka ánægður með tímann hjá Man Utd
Mynd: EPA

Newcastle kallaði Martin Dubravka aftur til baka úr láni frá Manchester United í dag.


Hann spilaði aðeins tvo leiki fyrir United en Tom Heaton var kominn á bekkinn í gær þegar United mætti Wolves.

Dubravka hefur nú tjáð sig á Instagram þar sem hann þakkar United fyrir tímann sinn hjá félaginu.

„Þótt þetta hafi verið stutt var þetta skemmtileg reynsla í Manchester. Ég vil þakka þjálfarateyminu, leikmönnunum og stuðningsmönnum fyrir hlýjuna og stuðninginn," skrifaði Dubravka.

Þá segist hann spenntur fyrir því að klára tímabilið með Newcastle sama hvaða hlutverki hann mun gegna en Nick Pope tók stöðuna af honum í byrjunarliðinu fyrir tímabilið.


Athugasemdir
banner