Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 01. febrúar 2020 16:38
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Spezia vann á meðan Brescia tapaði
Mynd: Getty Images
Birkir Bjarnason og Sveinn Aron Guðjohnsen voru í leikmannahópum Brescia og Spezia í ítalska boltanum í dag.

Brescia heimsótti Bologna í efstu deild og tapaði 2-1 en Eugenio Corini þjálfari ákvað að geyma Birki á bekknum.

Það er furðuleg ákvörðun í ljósi þess að aðeins eitt lið virtist vera á vellinum, þar sem heimamenn í Bologna réðu lögum og lofum frá upphafi til enda.

Bologna er aðeins einu stigi frá Evrópusæti eftir sigurinn á meðan Brescia situr í botnsætinu með 15 stig eftir 22 umferðir.

Bologna 2 - 1 Brescia
0-1 Ernesto Torregrossa ('36, víti)
1-1 Riccardo Orsolini ('43)
2-1 Mattia Bani ('89)

Sveinn Aron kom heldur ekki við sögu en liðsfélagar hans unnu þó sinn leik.

Spezia tók á móti Pordenone í toppbaráttu B-deildarinnar og hafði betur í afar jöfnum og taktískum leik.

Matteo Ricci gerði eina mark leiksins á 69. mínútu en þetta er annar leikurinn í röð sem Sveinn Aron situr hjá. Hann hefur komið við sögu í tíu leikjum af síðustu fjórtán, en ekki í síðustu tveimur.

Spezia er búið að vinna tvo leiki í röð og situr í umspilssæti sem stendur, með 31 stig eftir 21 umferð.

Spezia 1 - 0 Pordenone
1-0 Matteo Ricci ('69)
Athugasemdir
banner
banner
banner