Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 01. febrúar 2023 16:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lúkas Logi keyptur í Val (Staðfest)
Lúkas Logi Heimisson.
Lúkas Logi Heimisson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur hefur gengið frá kaupum á Lúkasi Loga Heimissyni frá Fjölni en þetta kemur fram í tilkynningu Hlíðarendafélagsins.

„Knattspyrnudeild Vals hefur gengið frá kaupum á Lúkasi Loga frá Fjölni. Lúkas sem er 19 ára gamall var á mála hjá Empoli á Ítalíu síðastliðið ár en sneri aftur og spilaði með Fjölni. Lúkas er sóknarmaður og hefur leikið 60 leiki með Fjölni og skorað í þeim 15 mörk. Hann á einnig sex leiki með ungmennalandsliðum Íslands," segir í tilkynningu Vals.

Lúkas Logi hefur verið mikið í fréttum undanfarna daga eftir að hann fór í verkfall hjá Fjölni eftir að félagið hafnaði tilboði frá Val í hann. Lúkas hætti að mæta á æfingar og í leiki.

„Það er skiljanlegt að það sé áhugi innanlands. Við erum opnir fyrir því að hlusta ef það koma góð tilboð, en á meðan það er ekki þá er hann samningsbundinn leikmaður Fjölnis og við viljum að hann sinni því. Auðvitað skilur maður líka að það kitli að það sé áhugi úr efstu deild," sagði Geir Kristinsson, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis, í samtali við Fótbolta.net um síðustu helgi.

„Auðvitað erum við ekki sáttir, maður vill alltaf að samningsbundnir leikmenn sinni sínu hlutverki, vill að þeir mæti á æfingar. Annað er vanvirðing við félagið, en þetta mál verður leyst innanhúss."

Núna er leikmaðurinn efnilegi mættur í Val og mun leika þar næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner