Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 01. febrúar 2023 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tómas Bent skrifar undir þriggja ára samning í Eyjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tómas Bent Magnússon hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við uppeldisfélagið sitt ÍBV. Frá þessu greindi félagið í gær.

Hann er nú samningsbundinn ÍBV út tímabilið 2025.

Hann er tvítugur miðjumaður sem er mjög fjölhæfur og getur leikið fleiri stöður á vellinum.

Hann lék sína fyrstu keppnisleiki með ÍBV tímabilið 2019 þegar hann kom við sögu í tveimur leikjum í efstu deild, leikjunum fór fjölgandi næstu tvö tímabil, og var í stóru hltuverki þegar ÍBV vann sér inn sæti í efstu deild árið 2021, en um mitt síðasta sumar var hann lánaður til venslafélagsins KFS og lék í 3. deildinni út tímabilið.

Alls á Tómas að baki 40 deildarleiki fyir ÍBV og tólf deildarleiki með KFS. Í upphafi árs 2021 var hann í æfingahóp U19 ára landsliðsins.
Athugasemdir
banner
banner