Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. febrúar 2023 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Wolves búið að ganga frá kaupum á Boubacar Traore (Staðfest)
Mynd: EPA
Boubacar Traore verður formlega leikmaður Wolves þann 1. júlí í sumar. Traore er á láni hjá félaginu frá franska félaginu Metz en Úlfarnir virkjuðu ákvæði í samningnum og gengu frá kaupum á leikmanninum í dag.

Traore er landsliðsmaður Malí sem Wolves gat keypt þegar ákveðin skilyrði voru uppfyllt. Búið er að uppfylla þau og ganga frá kaupunum.

Miðjumaðurinn skrifar undir fjögurra ára samning og getur Wolves framlengt það um eitt ár til viðbótar.

Traore er 21 árs og hefur til þessa komið við sögu í átta leikjum á tímabilinu. Eitt mark hefur hann skorað til þessa og kom það í leik í deildabikarnum.
Athugasemdir
banner
banner