Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 01. mars 2020 17:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ancelotti: Bað um útskýringu og hann rak mig út af
Ancelotti fékk rautt eftir leik.
Ancelotti fékk rautt eftir leik.
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti, stjóri Everton, var alls ekki sáttur eftir 1-1 jafntefli gegn Manchester United á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni.

Ancelotti fékk að líta rautt spjald eftir leik er hann fór að dómaranum, Chris Kavanagh. Ancelotti var ósáttur með sigurmark sem dæmt var af Everton vegna rangstöðu.

Sjá einnig:
Keane kennir Gylfa um - Ancelotti fékk rautt

„Ég bað dómarann um útskýringu og hann rak mig út af," sagði Ancelotti. „Ég talaði svo við hann og ég mun halda því spjalli á milli okkar. Við vorum ekki sammála því að Gylfi hefði ekki haft áhrif á De Gea."

Ancelotti gæti misst af leik gegn sínu fyrrum félagi Chelsea, ef hann fer í leikbann.

„Ég vona ekki, ég vanvirti ekki dómarann. Ef ég fer í leikbann þá verð ég í stúkunni á Stamford Bridge. Við spiluðum mjög vel í dag og verðum að líta fram á við," sagði Ancelotti.
Athugasemdir
banner
banner
banner