Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 01. mars 2020 16:40
Elvar Geir Magnússon
Keane kennir Gylfa um - Ancelotti fékk rautt
Hér má sjá skjáskot af atvikinu.
Hér má sjá skjáskot af atvikinu.
Mynd: Twitter
Gríðarlega umdeilt atvik átti sér stað í lokin á 1-1 jafnteflisleik Everton og Manchester United í dag. Dominic Calvert-Lewin taldi sig hafa skorað sigurmarkið en VAR dæmdi markið af vegna rangstöðu.

Gylfi Þór Sigurðsson var fyrir innan þegar skotið kom og var talinn hafa haft áhrif á leikinn.

Gylfi sat í grasinu eftir að David de Gea hafði varið frá honum úr hörkufæri nokkrum sekúndum áður. Hann færði fæturnar frá þegar Calvert-Lewin skaut og kom ekki við boltann en var þó talinn hafa haft áhrif.

„Ég væri reiður út í Sigurðsson fyrir að vera ekki kominn í burtu. Vinsamlegast segið mér eftir hverju hann var að bíða? sagði sparkspekingurinn Roy Keane sem taldi að Gylfi hefði átt að vera búinn að standa upp og koma sér úr rangstöðunni.

Keane telur að VAR dómararnir hafi gert rétt með því að dæma markið af.

Carlo Ancelotti, stjóri Everton, var alls ekki sáttur við að markið var dæmt af og fékk rautt þegar hann lét Chris Kavanagh dómara heyra það strax eftir leikinn.

„Að okkar mati þá var hann ekki að hindra sjónarhorn De Gea," sagði Ancelotti við fjölmiðla en hann vildi ekki opinbera hvað hann sagði við dómarann eftir leik.

Sjá einnig:
Sjáðu markið sem VAR dæmdi ógilt
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner