sun 01. mars 2020 16:41
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu markið sem VAR dæmdi ógilt undir lokin
Mynd: Getty Images
Það var dramatík á lokamínútunum er Everton gerði 1-1 jafntefli við Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Staðan var jöfn þegar Everton skoraði í uppbótartíma. Eftir að hafa verið skoðað með VAR myndbandstækninni var markið dæmt af vegna rangstöðu.

Gylfi Þór Sigurðsson var þá dæmdur rangstæður þrátt fyrir að koma hvorki við knöttinn né reyna það. Nokkuð ljóst er að hann hafði áhrif á ákvarðanatöku David De Gea á milli stanga Man Utd sem vildi strax fá markið dæmt af.

Gylfi var liggjandi í vítateignum þegar boltinn barst að honum. Myndband af atvikinu má sjá með að smella hér.

Carlo Ancelotti, stjóri Everton, fékk þá rautt spjald eftir lokaflautið. Hann var brjálaður út í Chris Kavanagh dómara og lét hann heyra það.

Athugasemdir
banner
banner
banner