Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 01. apríl 2023 14:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Klopp: Ekkert jákvætt um þennan leik að segja
Mynd: Getty Images

Jurgen Klopp gat ekki fundið neitt jákvætt við leik Liverpool eftir 4-1 tapið gegn Manchester City á Etihad vellinum í dag.


City var mun betri aðilinn allan leikinn en þrátt fyrir það var jöfn staða í hálfleik.

„City var með mikla yfirburði í fyrri hálfleik en við vorum vel skipulagðir. Við fengum okkar tækifæri og skoruðum frábært mark, fengum annað stórt tækifæri en fórum illa með það," sagði Klopp.

„1-1 í hálfeik svo það er ljóst hvað við þurftum að gera, lykilatriðið var að hafa stjórn á sexunum þeirra, það er mikið vandamál ef við gerum það ekki og einnig tíunum þeirra, Gundogan og De Bruyne, þá er þetta ómögulegt þar sem völlurinn verður of stór."

Klopp segir að tapið hefði getað verið mun stærra.

„Við fáum á okkur jöfnunarmarkið, svo er 2-1, svo 3-1, við hefðum átt að gera betur þar, þetta má ekki gerast. Eftir það gátu þeir gert það sem þeir vildu en sem betur fer gerðu þeir það ekki. Það er ekkert jákvætt um þennan leik að segja. Við verðum að nota þennan leik til að sýna hvað má ekki gerast," sagði Klopp.


Athugasemdir
banner
banner