Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 01. apríl 2023 21:57
Brynjar Ingi Erluson
Segist ekki horfa á fótbolta
Mynd: EPA
Enski landsliðsmaðurinn Ben White horfir ekki á fótbolta ef marka má orð hans eftir 4-1 sigur Arsenal á Leeds í ensku úrvalsdeildinni í dag.

White, sem kom til Arsenal fyrir tveimur árum, hefur verið einn af bestu mönnum liðsins í titilbaráttunni á tímabilinu.

Hann átti góðan leik í vörn liðsins í sigrinum á Leeds í dag og er Arsenal áfram með átta stiga forystu á Manchester City.

Svar hans var afar einfalt er hann var spurður hvort Mikel Arteta leyfir leikmönnum að horfa á leiki Man City.

„Ég horfi ekki á fótbolta,“ sagði White.

Englendingurinn sagði frá því í viðtali fyrir tveimur árum að hann væri með lítinn áhuga á því að horfa á fótbolta. Það er sjaldgæft á hans heimili að horfa á leiki í sjónvarpinu. Hann var aldrei mikill aðdáandi fótboltans en er samt sem áður einn af bestu varnarmönnum ensku úrvalsdeildarinnar.

Hann er ekki sá eini því LIonel Messi, Neymar og Gareth Bale eru einnig meðal þeirra sem hafa ekki áhuga á því að horfa á fótbolta í sjónvarpi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner