Heimild: Vísir.is
Breiðablik tapaði 1-2 fyrir Vikingi Ólafsvík í kvöld.
Þorsteinn Már Ragnarsson opnaði markareikning sinn í Pepsi-deildinni þetta árið, en hann kom Víkingi Ó. yfir. Þorsteinn er uppalinn hjá Víkingi Ólafsvík, en hafði fyrir leikinn aldrei spilað með uppeldisfélaginu í Pepsi-deildinni.
Þorsteinn Már Ragnarsson opnaði markareikning sinn í Pepsi-deildinni þetta árið, en hann kom Víkingi Ó. yfir. Þorsteinn er uppalinn hjá Víkingi Ólafsvík, en hafði fyrir leikinn aldrei spilað með uppeldisfélaginu í Pepsi-deildinni.
Þorsteinn hélt upp á það og smellti í eina neglu, en hann fékk boltann fyrir utan teig og lét vaða með þeim afleiðingum að boltinn small í netinu.
„Þorsteinn Már er kominn heim, þar líkar honum lífið vel. Hann tekur boltann utan teigs og gjörsamlega neglir honum upp í bláhornið. Stórglæsilegt skot og gestirnir eru komnir yfir,“ sagði í textalýsingunni hjá Fótbolta.net.
Blikar jöfnuðu metin í upphafi seinni hálfleiks en sigurmarkið var einnig stórglæsilegt. Það skoraði Kenan Turudija með hreint mögnuðu skoti sem fór í slá og inn. Á Vísi má nálgast bæði mörkin.
Smelltu hér til að sjá myndband af marki Þorsteins
Smelltu hér til að smá myndband af marki Turudija
Athugasemdir