Stjörnumenn fengu nýliða Leiknis í heimsókn á Samsungvellinum í Garðabæ í fyrstu umferð Pepsí Max-deildarinnar. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli.
„Mér líður bara vel. Mér fannst þetta bara flott hjá okkur, við gerðum þetta nokkuð vel og við virðum þennan punkt bara klárlega.
„Mér líður bara vel. Mér fannst þetta bara flott hjá okkur, við gerðum þetta nokkuð vel og við virðum þennan punkt bara klárlega.
Lestu um leikinn: Stjarnan 0 - 0 Leiknir R.
Leiknismenn náðu að halda markinu hreinu þrátt fyrir færin sem Stjörnumenn fengu í leiknun.
„Guy átti ævintýralega vörslu í fyrri hálfleik og svona þegar þeir voru að setja á okkur þarna í byrjun og heppnir að halda hreinu og svo fannst mér eftir fyrsta korterið þegar við vorum búnir að hrista af okkur stressið að þá fannst mér varnarleikurinn töluvert betri og vorum búnir að stilla okkur betur af."
Sævar Atli Magnússon fékk færi undir lokin til að stela þessu en tókst ekki að koma boltanum í netið.
„Já auðvitað þegar þú færð færi þá ertu svekktur að ná ekki að stela þessu en ég veit ekki hversu sanngjart það hefði verið en það hefði verið virkilega sætt."
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir