Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
   mán 01. maí 2023 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Vissulega mikil breyting og ákveðinn lærdómur fyrir mig"
Lengjudeildin
watermark Ég mun leggja hart að mér til að liðið nái árangri
Ég mun leggja hart að mér til að liðið nái árangri
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
watermark Ber virðingu fyrir því sem er í gangi hjá honum
Ber virðingu fyrir því sem er í gangi hjá honum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Spila fyrir fólkið sem heldur með okkur hvort sem það eru Vestfirðingar eða náin fjölskylda
Spila fyrir fólkið sem heldur með okkur hvort sem það eru Vestfirðingar eða náin fjölskylda
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Tímabilið leggst mjög vel í okkur. Við erum spenntir að þetta fari að byrja og getum í raun varla beðið eftir fyrsta leik," segir Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra.

Liðinu er spáð 7. sæti í Lengjudeildinni í sumar.

Sjá einnig:
Spá þjálfara og fyrirliða fyrir Lengjudeildina: 7. sæti
Hin hliðin - Elmar Atli Garðarsson (Vestri)

Ganga ekki að vísu sæti í liðinu
„Heilt yfir í vetur hefur gengið ágætlega. Vestra liðið í ár er miklu betra tilbúið líkamlega en önnur ár myndi ég segja. Við höfum æft gríðarlega vel þó svo að við höfum vissulega æft öðruvísi vegna aðstöðunar. Í þeim leikjum sem við höfum spilað höfum við verið að prófa ákveðna hluti sem sumir hafa gengið og aðrir ekki. Uppleggið var að liðið yrði klárt í fyrsta leik og ég vænti þess."

Hópurinn er talsvert breyttur frá því í fyrra; tíu eru komnir inn og níu farnir út. „Ég er sáttur með hópinn. Hópurinn er þéttur og mjög jafn. Menn ganga ekki að vísu sæti í liðinu sem er gott."

Davíð Smári er sjálfur að kom í nýtt umhverfi, hefur undanfarin ár stýrt Kórdrengjum en söðlaði um síðasta haust.

„Það er vissulega mikil breyting og ákveðinn lærdómur fyrir mig, ég nýt þess að vera hér og ég mun leggja hart að mér til að liðið nái árangri."

Vonandi að hann komi sterkur til baka í náinni framtíð
Nicolaj Madsen er einn af þeim leikmönnum sem horfnir eru á braut. Daninn var búinn að sýna það á síðustu árum að hann var einn besti leikmaður Lengjudeildarinnar.

„Það er alltaf slæmt að missa góða leikmenn úr liðinu og Nicolaj er engin undantekning þar, líklega einn af betri leikmönnum deildarinnar, það er alveg klárt. Ég hins vegar ber virðingu fyrir því sem er í gangi hjá honum og leikmenn Vestra gera það líka. Það er vonandi að hann komi sterkur til baka í fótboltann í náinni framtíð."

Stolt og rétt hugarfar
Hvernig sér Davíð deildina spilast?

„Ég er viss um að deidin verði mjög sterk og jöfn og að liðin sem komu upp verða mjög erfið viðureignar. Öll liðin eru vel þjálfuð og með há markmið. Það munu allir geta unnið alla í ár, það er mín tilfinning. Svo held ég að það verði eitt lið sem kemur öllum á óvart."

Spurður út í markmið Vestra hafði Davíð þetta að segja:

„Okkar markmið eru að spila með stolti og sterkri liðsheild, að spila fyrir fólkið sem heldur með okkur hvort sem það eru Vestfirðingar eða náin fjölskylda. Við ætlum að spila með stolti og fara inn í hvern leik til að vinna hann með réttu hugarfari. Við erum á ákveðinni vegferð og ætlum okkur að byrja sterkt í mótinu og auðvitað gera betur en í fyrra."

Sveitarfélagið standi við gefin loforð
Einhver lokaorð?

„Ég vil skora á Ísafjarðarbæ að standa við gefin loforð um að öll börn og allir Iðkendur hér á Vestfjörðum fái að æfa og spila við hættulausar og samkeppnishæfar aðstæður að ári," sagði Davíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner