Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 01. júní 2022 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cecilía Rán spáir í sjöundu umferð Bestu deildar kvenna
Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Eins ótrúlegt og það er, þá mun Elísa setja eitt rosalegt'
'Eins ótrúlegt og það er, þá mun Elísa setja eitt rosalegt'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld hefst sjöunda umferðin í Bestu deild kvenna með fjórum leikjum. Umferðin klárast svo með leik Vals gegn ÍBV annað kvöld.

Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Bayern München og íslenska landsliðsins, spáir í leiki umferðarinnar. Cecilía fór í aðgerð í apríl eftir að hafa handarbrotnað. Hún er að koma til baka núna og verður eflaust með á EM í sumar.

„Þetta lítur allt mjög vel út. Ég má byrja mjög rólega í marki í næstu viku," segir Cecilía sem tók sér að spá í leikina sem framundan eru í kvöld og á morgun.

Þór/KA 2 - 1 Keflavík (18 í kvöld)
Það er alltaf erfitt að mæta til Akureyrar og það mun ekkert breytast hér. Þetta verður skemmtilegur leikur með mikið af færum, en Þór/KA tekur öll þrjú stigin að þessu sinni.

Afturelding 1- 3 Breiðablik (19:15 í kvöld)
Eins mikið og mig langar að segja það að Afturelding vinni þennan leik, þá verða Blikarnir því miður aðeins of stór biti fyrir þær. Alexandra og Áslaug Munda eru mættar heim og munu báðar setja eitt mark.

Þróttur R. 2- 2 Stjarnan (19:15 í kvöld)
Þetta verður hörkuleikur milli tveggja góðra liða sem hafa verið mjög heit undanfarið. Þróttur kemst í 2-0 og búast við að sigla þessu heim, en Katrín Ásbjörns setur tvö undir lokin og jafnar.

Selfoss 3 - 0 KR (20:15 í kvöld)
Það er hvergi erfiðara að mæta Selfossi en á þeirra heimavelli og KR stelpur munu finna fyrir því. Auðveldur 3-0 sigur hjá Selfoss sem stefna á toppinn á töflunni.

Valur 2 - 0 ÍBV (17:00 á morgun)
Mjög tíðindalítill leikur en gæðin í leikmannahóp Vals munu sigla þessu heim. Bryndís Arna setur eitt og eins ótrúlegt og það er, þá mun Elísa setja eitt rosalegt.

Fyrri spámenn:
Heimavöllurinn (3 réttir)
Hlín Eiríksdóttir (2 réttir)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner