Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   mið 31. maí 2023 11:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sagður vera Haaland 2. deildar - „Allt smollið hjá mér núna"
Bragi Karl fagnar marki með ÍR.
Bragi Karl fagnar marki með ÍR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hefur skorað níu mörk í fjórum leikjum.
Hefur skorað níu mörk í fjórum leikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR er á toppnum í 2. deild eftir fjórar umferðir.
ÍR er á toppnum í 2. deild eftir fjórar umferðir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er óhætt að segja að Bragi Karl Bjarkason, leikmaður ÍR, hafi vakið mikla athygli í upphafi Íslandsmótsins.

Bragi hefur farið á kostum í upphafi tímabilsins í 2. deild karla en hann er búinn að skora níu mörk í fjórum leikjum. Hann gerði þrennu í síðasta leik gegn Víkingi Ólafsvík, en sá leikur endaði með 7-0 sigri ÍR-inga.

Bragi er búinn að skora eina tvennu, eina þrennu og eina fernu í sumar.

„Bragi Karl er búinn að vera leikmaður umferðarinnar tvær umferðir í röð. Hann þakkar traustið og gerir þrennu í þessum leik," sagði Sverrir Mar Smárason í Ástríðunni. „Maður hefur aldrei heyrt um svona áður, níu mörk í þremur leikjum. Hann skoraði ekki í fyrsta leiknum."

„Þetta er bara Haaland 2. deildarinnar, hann er bara það," sagði Gylfi Tryggvason í þættinum en Erling Braut Haaland er búinn að skora 52 mörk í 51 keppnisleik með Man City á þessu tímabili.

Hefur sjaldan liðið jafn vel og núna
Bragi mætti í viðtal á skrifstofu Fótbolta.net í gær þar sem hann ræddi um byrjunina hjá ÍR og hjá sér persónulega. „Þetta byrjar bara mjög vel. Vonandi náum við að byggja ofan á byrjunina og koma okkur upp úr þessari deild," sagði Bragi.

Bragi, sem er fæddur árið 2002 og enn gjaldgengur í U21 landsliðið, skoraði einu sinni 24 mörk í 13 leikjum í 3. flokki en hann hefur aldrei skorað eins mikið í meistaraflokki. Það mesta sem hann hafði skorað fyrir þetta tímabil voru fimm mörk í ellefu leikjum en hann gerði það í fyrra.

„Þetta hefur einhvern veginn allt smollið hjá mér núna. Ég held að það spili inn í að ég náði heilu undirbúningstímabili núna. Ég hef náð að spila jafnt og þétt í svolítinn tíma núna. Það hefur hjálpað mér að komast á smá 'run'. Ég hef verið svolítið frá síðustu ár, er búinn að vera glíma við vesen í mjöðm og almennt í fótunum á mér. Það er jákvætt að ég er búinn að vera heill í svolítinn tíma og vonandi næ ég halda því áfram inn í tímabili," segir Bragi.

„Mér hefur sjaldan liðið jafn vel og mér líður núna."

Hann var svo spurður út í Haaland samanburðinn í Ástríðunni og sagði þá: „Nei, ég svo sem veit það ekki. Ég hef svo sem ekkert verið neitt gríðarlegur markaskorari en þetta hefur smollið fyrir mig núna. Vonandi næ ég halda þessu áfram inn í tímabilið og skora fleiri mörk. Ég er kantmaður að upplagi og kannski ekki mitt stærsta markmið að skora öll mörkin."

„Það skiptir engu máli hver skorar svo lengi sem við vinnum og förum upp úr þessari deild. Það er mjög gaman samt að pota inn mörkum og hjálpa liðinu."

Bragi hefur verið að spila á kantinum í 4-3-3 en honum segist líða vel í öllum þremur fremstu stöðunum. Það hefur verið svolítið umtalað að hann sé líka að skora með hægri fæti en hann er örvfættur. „Mér finnst það smá illa vegið að mér, mér finnst hægri fóturinn minn ekkert rosalega slappur. Það er gaman ef maður nær að skora með bæði hægri og vinstri."

„Núna höldum við áfram og komum okkur loksins upp úr þessari deild. Fyrir mér er ÍR stærra félag en að vera í 2. deild. Þetta er félag sem á heima allavega í Lengjudeildinni. Og vonandi verður það þannig eftir sumarið. Það er fyrir mestu að liðið vinni leikina og við komum okkur upp úr deildinni. Fyrir tímabilið langaði mig að setja tíu en núna er ég kominn með níu. Ég er svo sem ekki með neitt markmið, ég ætla bara að reyna halda áfram á þeirri braut sem ég er núna á," sagði Bragi Karl að lokum.

Hægt er að sjá viðtalið hér að ofan þar sem Bragi ræðir meira um hlutverk sitt í ÍR-liðinu.
Ástríðan 4. umferð - Víðir með fullt hús og KF enn án stiga
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner