Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
Farið fram úr björtustu vonum Ísaks - „Voru að ýta gríðarlega mikið allt sumarið"
Rúnar Páll: Þetta eru úrslitaleikir og þú mátt ekkert misstíga þig mikið meira
Haddi Jónas: Núna erum við ekki að spila leik þriðja hvern dag
Harley um skiptin í KA: Fyrir mér er rígurinn ekki neitt því ég er ekki íslenskur
Aron Þórður: Við gáfum þeim tvö auðveld mörk
Arnar Grétars: Þetta var svolítið soft vítaspyrna
Rúnar Kristins: Við gerum okkur grein fyrir því hver staðan er
Ásgeir Frank: Við getum spilað tvískiptan fótbolta
Jökull: Mikið talað um okkur úti á grasvöllum
Fúsi: Varnarleikurinn var bara ekki nógu góður í 8 mínútur í dag
Túfa: Hissa að hann sparkaði í mig, en get ekki stýrt hvað hann gerir
Eggert: Ef við spilum svona mun okkur ganga vel
Ómar Jó: Finnst við alveg vera búnir að vinna okkur inn að fá einn sigur hérna
Úlfur svekktur með stundarbrjálæði síns leikmanns - „Elska hann alveg jafn mikið núna og í gær"
Maggi: Síðastur úr bænum slekkur ljósin
Ómar Ingi: Horfði nákvæmlega eins við mér og öllum öðrum
Heimir Guðjóns: Ef við gerum það ekki töpum við rest
Nacho: Kannski að ég fái að taka þá næstu líka
Davíð Smári hrærður: Trylltasta sem ég hef nokkurn tímann séð
Karólína Lea: Þurfum að vera leiðinlegasta lið í heimi
   mið 31. maí 2023 11:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sagður vera Haaland 2. deildar - „Allt smollið hjá mér núna"
watermark Bragi Karl fagnar marki með ÍR.
Bragi Karl fagnar marki með ÍR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Hefur skorað níu mörk í fjórum leikjum.
Hefur skorað níu mörk í fjórum leikjum.
Mynd:
watermark ÍR er á toppnum í 2. deild eftir fjórar umferðir.
ÍR er á toppnum í 2. deild eftir fjórar umferðir.
Mynd:
Það er óhætt að segja að Bragi Karl Bjarkason, leikmaður ÍR, hafi vakið mikla athygli í upphafi Íslandsmótsins.

Bragi hefur farið á kostum í upphafi tímabilsins í 2. deild karla en hann er búinn að skora níu mörk í fjórum leikjum. Hann gerði þrennu í síðasta leik gegn Víkingi Ólafsvík, en sá leikur endaði með 7-0 sigri ÍR-inga.

Bragi er búinn að skora eina tvennu, eina þrennu og eina fernu í sumar.

„Bragi Karl er búinn að vera leikmaður umferðarinnar tvær umferðir í röð. Hann þakkar traustið og gerir þrennu í þessum leik," sagði Sverrir Mar Smárason í Ástríðunni. „Maður hefur aldrei heyrt um svona áður, níu mörk í þremur leikjum. Hann skoraði ekki í fyrsta leiknum."

„Þetta er bara Haaland 2. deildarinnar, hann er bara það," sagði Gylfi Tryggvason í þættinum en Erling Braut Haaland er búinn að skora 52 mörk í 51 keppnisleik með Man City á þessu tímabili.

Hefur sjaldan liðið jafn vel og núna
Bragi mætti í viðtal á skrifstofu Fótbolta.net í gær þar sem hann ræddi um byrjunina hjá ÍR og hjá sér persónulega. „Þetta byrjar bara mjög vel. Vonandi náum við að byggja ofan á byrjunina og koma okkur upp úr þessari deild," sagði Bragi.

Bragi, sem er fæddur árið 2002 og enn gjaldgengur í U21 landsliðið, skoraði einu sinni 24 mörk í 13 leikjum í 3. flokki en hann hefur aldrei skorað eins mikið í meistaraflokki. Það mesta sem hann hafði skorað fyrir þetta tímabil voru fimm mörk í ellefu leikjum en hann gerði það í fyrra.

„Þetta hefur einhvern veginn allt smollið hjá mér núna. Ég held að það spili inn í að ég náði heilu undirbúningstímabili núna. Ég hef náð að spila jafnt og þétt í svolítinn tíma núna. Það hefur hjálpað mér að komast á smá 'run'. Ég hef verið svolítið frá síðustu ár, er búinn að vera glíma við vesen í mjöðm og almennt í fótunum á mér. Það er jákvætt að ég er búinn að vera heill í svolítinn tíma og vonandi næ ég halda því áfram inn í tímabili," segir Bragi.

„Mér hefur sjaldan liðið jafn vel og mér líður núna."

Hann var svo spurður út í Haaland samanburðinn í Ástríðunni og sagði þá: „Nei, ég svo sem veit það ekki. Ég hef svo sem ekkert verið neitt gríðarlegur markaskorari en þetta hefur smollið fyrir mig núna. Vonandi næ ég halda þessu áfram inn í tímabilið og skora fleiri mörk. Ég er kantmaður að upplagi og kannski ekki mitt stærsta markmið að skora öll mörkin."

„Það skiptir engu máli hver skorar svo lengi sem við vinnum og förum upp úr þessari deild. Það er mjög gaman samt að pota inn mörkum og hjálpa liðinu."

Bragi hefur verið að spila á kantinum í 4-3-3 en honum segist líða vel í öllum þremur fremstu stöðunum. Það hefur verið svolítið umtalað að hann sé líka að skora með hægri fæti en hann er örvfættur. „Mér finnst það smá illa vegið að mér, mér finnst hægri fóturinn minn ekkert rosalega slappur. Það er gaman ef maður nær að skora með bæði hægri og vinstri."

„Núna höldum við áfram og komum okkur loksins upp úr þessari deild. Fyrir mér er ÍR stærra félag en að vera í 2. deild. Þetta er félag sem á heima allavega í Lengjudeildinni. Og vonandi verður það þannig eftir sumarið. Það er fyrir mestu að liðið vinni leikina og við komum okkur upp úr deildinni. Fyrir tímabilið langaði mig að setja tíu en núna er ég kominn með níu. Ég er svo sem ekki með neitt markmið, ég ætla bara að reyna halda áfram á þeirri braut sem ég er núna á," sagði Bragi Karl að lokum.

Hægt er að sjá viðtalið hér að ofan þar sem Bragi ræðir meira um hlutverk sitt í ÍR-liðinu.
Ástríðan 4. umferð - Víðir með fullt hús og KF enn án stiga
Athugasemdir
banner