Oblak orðaður við Man Utd - Ungur leikmaður Blackburn á blaði Everton og Man Utd - Liverpool hefur enn áhuga á Bruno
Sölvi Geir: Skrípamörk sem að við fáum á okkur
Damir: Þetta snýst um að vinna og við þurftum á þessum sigri að halda
Óskar Hrafn: Við skulduðum þessa frammistöðu
Gísli Eyjólfs: Mér finnst þessi rígur geggjaður
Davíð Atla: Ber engar tilfinningar til Breiðabliks
Foreldrarnir flugu að austan fyrir stóru stundina - „Alltaf stutt við bakið á mér"
Glódís um misskilninginn: Það skipti kannski ekki höfuðmáli
„Þetta er bara nýr leikur og ný saga til að skrifa"
Farið fram úr björtustu vonum Ísaks - „Voru að ýta gríðarlega mikið allt sumarið"
Rúnar Páll: Þetta eru úrslitaleikir og þú mátt ekkert misstíga þig mikið meira
Haddi: Núna erum við ekki að spila leik þriðja hvern dag
Harley um skiptin í KA: Fyrir mér er rígurinn ekki neitt því ég er ekki íslenskur
Aron Þórður: Við gáfum þeim tvö auðveld mörk
Arnar Grétars: Þetta var svolítið soft vítaspyrna
Rúnar Kristins: Við gerum okkur grein fyrir því hver staðan er
Ásgeir Frank: Við getum spilað tvískiptan fótbolta
Jökull: Mikið talað um okkur úti á grasvöllum
Fúsi: Varnarleikurinn var bara ekki nógu góður í 8 mínútur í dag
Túfa: Hissa að hann sparkaði í mig, en get ekki stýrt hvað hann gerir
Eggert: Ef við spilum svona mun okkur ganga vel
   fim 01. júní 2023 21:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guðni Eiríks: Þýðir að við erum með í þessu móti
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er gríðarleg ánægja, frábært að fara héðan af erfiðum útivelli og fara með þrjú stig," sagði Guðni Eiríksson þjálfari FH eftir sigur á Þór/KA í 6. umferð Bestu deildar kvenna á Akureyri í kvöld.


Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  2 FH

„Mér fannst Þór/KA byrja betur, unnu einföldu atriði fótboltans. Þær voru að vinna tæklingarnar og baráttuna og þrýstu okkur vel inn á okkar vallarhelming, hefðu getað nýtt sér það. Þær fengu fullt af hornspyrnum á þessu momenti en nýttu það ekki en við nýttum það færi sem við fengum," sagði Guðni.

Guðni segir að hann hafi rætt um það í hálfleik að koma með meiri baráttu inn í seinni hálfleik sem þær gerðu svo sannarlega.

„Liðið sigraði í grunngildunum. Unnu baráttuna í tæklingum, baráttu, vilja og dugnaði og því fór sem fór," sagði Guðni.

„Þessi sigur þýðir að við erum með í þessu móti. Við þurftum virkilega á sigri að halda og það var frábært að ná að halda hreinu, það skiptir máli líka."


Athugasemdir
banner
banner