Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
banner
   fim 01. júní 2023 14:40
Elvar Geir Magnússon
„Viljum segja Pétri að hann hefur einfaldlega rangt fyrir sér“
22% fleiri birtingar fyrir hvern kvennaleik en karlaleik
Mynd: Púls
Mynd: Púls
Í kjölfarið af stafhæfingu Péturs Péturssonar þjálfara kvennaliðs Vals í Bestu deild kvenna um að leikir í Bestu deild kvenna séu ósýnilegir þegar kemur að auglýsingum hefur Púls Media sent frá sér yfirlýsingu.

Þar kemur fram að 22% fleiri birtingar hafa verið í auglýsingum fyrir hvern kvennaleik en karlaleik.


Fréttatilkynning Púls Media
Í kjölfarið af stafhæfingu Péturs Péturssonar þjálfara Vals í Bestu deild kvenna í gær um að leikir í Bestu deild kvenna séu ósýnilegir þegar kemur að auglýsingum og að hann sjái bara auglýsta leiki í Bestu deild karla langar okkur hjá Púls Media nota tækifærið og segja Pétri að hann hafi einfaldlega rangt fyrir sér.

Sjá einnig:
Eldræða Péturs - „Við erum ósýnileg“

Við hjá Púls Media sjáum um alla framleiðslu og dreifingu á öllum innlendum birtingum fyrir Bestu deildina. Hjá okkur er enginn einstaklingur að ákveða hvaða leikir eru auglýstir, það er gert 100% sjálfvirkt af hugbúnaði. Við höfum í samráði við Íslenskan Toppfótbolta lagt mikla áherslu á að birtingar á auglýsingum í Bestu deild kvenna og karla séu til jafns.

Það sem Pétur kannski áttar sig ekki á þegar hann segist sjá fleiri auglýsingar í karladeildinni er sú staðreynd að næstum helmingi fleiri leikir hafa verið spilaðir í Bestu deild karla en kvenna. Ástæðan er einfaldlega sú að í apríl hófst Besta deild karla rúmum tveimur vikum fyrr ásamt því að í karladeildinni eru fleiri lið en í kvennadeildinni.

Heildarfjöldi leikja í Bestu deild karla eru 162 leikir á meðan þeir eru 111 í Bestu deild kvenna (46% fleiri leikir karla megin). Það góða við að láta hugbúnað stýra þessu eru gögnin sem við fáum í rauntíma þegar kemur að birtingum á vefmiðlum eða umhverfisskiltum. Samkvæmt þeim gögnum hefur hver auglýstur leikur í Bestu deild kvenna fengið 22% fleiri birtingar en í Bestu deild karla.

Fyrir áhugasama fylgja hér tvær myndir með skjámyndum úr kerfinu okkar og greiningu á tölfræðigögnum varðandi birtingar í Bestu deildinni.
Athugasemdir
banner