Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: „Er ekki viss hvar ég enda“
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
banner
   mið 31. maí 2023 22:22
Sævar Þór Sveinsson
Eldræða Péturs - „Við erum ósýnileg“
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Við gerðum þetta frábærlega, þrjú stig eru velkomin í hús“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir 2-1 sigur gegn Þrótti í Bestu deildinni í kvöld.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  2 Valur

Pétur var ósáttur með umgjörðina í kringum kvennaleikina samanborið við karlaleikina.

Þetta er toppleikur í deildinni, af hverju er ekki panel eins og á öllum karlaleikjum. Maður spyr sig það er enginn, það er enginn fjórði dómari frá KSI. Þetta er stærsti leikurinn í umferðinni. Mér finnst þetta vanvirðing enn og aftur.

Pétur var einnig ósáttur með sýnileika kvennafótboltans.

Þeir sögðust ætla að bæta allt saman varðandi auglýsingar og annað. Ég hef ekki séð að það sé leikur hjá kvennaliði í Bestu deildinni en ég veit alltaf hverjir eru að spila í karlaliðunum. Það þarf að hypja upp um sig buxurnar, mér finnst þetta bara lélegt. Við ætluðum að efla áhorf í kvennafótboltanum, fá fólk á völlinn. Við erum ósýnileg finnst mér.“

Pétur endaði þó viðtalið með skilaboðum til íslensku þjóðarinnar. „Ég biðla til íslensku þjóðina, hvernig væri að mæta á kvennaleikina í Garðabæ, í Keflavík, í Vestmannaeyjum, í Kópavogi, á Akureyri og fylla vellina og sýna að þið standið með okkur.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner