Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 01. júlí 2025 10:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bestur í Mjólkurbikarnum - Getur orðið meistari í þriðja landinu
Simon Tibbling (Fram)
Kassi af Hleðslu í verðlaun.
Kassi af Hleðslu í verðlaun.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Verið öflugur með Fram í sumar.
Verið öflugur með Fram í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Simon Tibbling, leikmaður Fram, var besti leikmaður 8-liða úrslitana í Mjólkurbikarnum fyrir frammistöðu hans gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ.

Fram mætir Vestra á útivelli í undanúrslitunum, sá leikur fer fram annan laugardag.

„Það verður auðvitað erfiður leikur, Vestri hefur átt gott tímabil til þessa, mjög líkamlega sterkt lið sem er erfitt er að brjóta niður. Við spiluðum erfiðan leik gegn þeim hér þar sem bæði lið höfðu spilað erfiðan bikarleik nokkrum dögum á undan. Við unnum þann jafna leik, og höfum því sjálfstraust, en við erum meðvitaðir um að það verður erfiður leikur."

„Við munum gera okkar besta og við vitum að við erum með gæði til að særa mörg lið í þessari deild. Við vitum að ef við erum ekki upp á okkar besta, þá verður þetta mjög erfitt."


Tibbling hefur á sínum ferli orðið bikarmeistari í Hollandi með Groningen og í Danmörku með Bröndby. Hver er lykillinn?

„Lykillinn er að ef þú getur haldið núllinu þá er það mjög gott. Auðvitað er það alltaf mikilvægt, en sérstaklega í bikarnum því það er bara einn stakur leikur, það er bara vinna eða vera úr leik. Svo lengi sem þú heldur núllinu þá ertu ennþá inn í leiknum," sagði Tibbling.

Viðtalið við Tibbling má nálgast í heild sinni hér að neðan.

Oliver Heiðarsson, leikmaður ÍBV, var besti leikmaður 16-liða úrslitanna fyrir frammistöðuna í sigrinum gegn KR.
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
Athugasemdir
banner
banner