Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
banner
   fös 25. apríl 2025 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Bestur í Mjólkurbikarnum: Gerði þrennu fyrir KR nýorðinn 15 ára
Alexander Rafn fékk Hleðslu í verðlaun.
Alexander Rafn fékk Hleðslu í verðlaun.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alexander Rafn er afar efnilegur.
Alexander Rafn er afar efnilegur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var geðveikt. Fyrsti byrjunarliðsleikurinn minn og hann hefði eiginlega ekki getað farið betur," segir Alexander Rafn Pálmason, leikmaður KR, sem er besti leikmaður 32-liða úrslita Mjólkurbikarsins.

Hann fékk að byrja gegn KÁ í Vesturbænum og skoraði hann þrennu í 11-0 sigri KR-inga.

Alexander Rafn er nýorðinn 15 ára gamall en hann var að byrja sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir KR. Hann náði að skora fyrsta markið sitt og bætti svo við tveimur til viðbótar.

Það reyndar einhver vafi á því hvort annað markið hafi verið hans mark þar sem varnarmaður KÁ setti boltann í netið. Í opinberri skýrslu dómarans fær hann þrennuna.

„Ég var að reyna að senda boltann, en hann var á leiðinni inn. Þannig að þetta var markið mitt," sagði Alexander léttur. „Ég ætlaði mér að skora, átti eftir að skora fyrir meistaraflokk. Ég ætlaði alltaf að setja eitt og það var bara enn skemmtilegra að fá þrjú."

Jóhann Páll Ástvaldsson á RÚV tók það saman að Alexander væri líklega næstyngstur í sögunni til að skora þrennu í meistaraflokksleik.

„Það kom mér á óvart, sko. Ég vissi ekki af þessu. Þetta er bara geggjað," sagði Alexander en það er rætt við hann ítarlega í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner