
„Þetta var geðveikt. Fyrsti byrjunarliðsleikurinn minn og hann hefði eiginlega ekki getað farið betur," segir Alexander Rafn Pálmason, leikmaður KR, sem er besti leikmaður 32-liða úrslita Mjólkurbikarsins.
Hann fékk að byrja gegn KÁ í Vesturbænum og skoraði hann þrennu í 11-0 sigri KR-inga.
Hann fékk að byrja gegn KÁ í Vesturbænum og skoraði hann þrennu í 11-0 sigri KR-inga.
Alexander Rafn er nýorðinn 15 ára gamall en hann var að byrja sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir KR. Hann náði að skora fyrsta markið sitt og bætti svo við tveimur til viðbótar.
Það reyndar einhver vafi á því hvort annað markið hafi verið hans mark þar sem varnarmaður KÁ setti boltann í netið. Í opinberri skýrslu dómarans fær hann þrennuna.
„Ég var að reyna að senda boltann, en hann var á leiðinni inn. Þannig að þetta var markið mitt," sagði Alexander léttur. „Ég ætlaði mér að skora, átti eftir að skora fyrir meistaraflokk. Ég ætlaði alltaf að setja eitt og það var bara enn skemmtilegra að fá þrjú."
Jóhann Páll Ástvaldsson á RÚV tók það saman að Alexander væri líklega næstyngstur í sögunni til að skora þrennu í meistaraflokksleik.
„Það kom mér á óvart, sko. Ég vissi ekki af þessu. Þetta er bara geggjað," sagði Alexander en það er rætt við hann ítarlega í spilaranum hér fyrir ofan.
????KR 11 - KÁ 0
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 19, 2025
Mörkin úr leik KR gegn KÁ
??????Alexander Rafn Pálmason
????Aron Sigurðarson
???? Róbert Elís Hlynsson
??Sigurður Breki Kárason
??Luke Rae
??Eiður Gauti Sæbjörnsson
??Guðmundur Andri Tryggvason pic.twitter.com/naWKIp8RUB
Athugasemdir