Zubimendi nálgast Arsenal - Man Utd gæti skipt Höjlund út fyrir Lookman - Tottenham vill Rashford
Bestur í Mjólkurbikarnum: Gerði þrennu fyrir KR nýorðinn 15 ára
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net annað kvöld
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Þórsvöllur er gryfja - „Elska þetta vallarstæði"
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Dóri Árna: Hefði sagt það sama við þig
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Óskar Hrafn: Ég er alltaf geggjaður
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
   fös 25. apríl 2025 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Bestur í Mjólkurbikarnum: Gerði þrennu fyrir KR nýorðinn 15 ára
Alexander Rafn fékk Hleðslu í verðlaun.
Alexander Rafn fékk Hleðslu í verðlaun.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alexander Rafn er afar efnilegur.
Alexander Rafn er afar efnilegur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var geðveikt. Fyrsti byrjunarliðsleikurinn minn og hann hefði eiginlega ekki getað farið betur," segir Alexander Rafn Pálmason, leikmaður KR, sem er besti leikmaður 32-liða úrslita Mjólkurbikarsins.

Hann fékk að byrja gegn KÁ í Vesturbænum og skoraði hann þrennu í 11-0 sigri KR-inga.

Alexander Rafn er nýorðinn 15 ára gamall en hann var að byrja sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir KR. Hann náði að skora fyrsta markið sitt og bætti svo við tveimur til viðbótar.

Það reyndar einhver vafi á því hvort annað markið hafi verið hans mark þar sem varnarmaður KÁ setti boltann í netið. Í opinberri skýrslu dómarans fær hann þrennuna.

„Ég var að reyna að senda boltann, en hann var á leiðinni inn. Þannig að þetta var markið mitt," sagði Alexander léttur. „Ég ætlaði mér að skora, átti eftir að skora fyrir meistaraflokk. Ég ætlaði alltaf að setja eitt og það var bara enn skemmtilegra að fá þrjú."

Jóhann Páll Ástvaldsson á RÚV tók það saman að Alexander væri líklega næstyngstur í sögunni til að skora þrennu í meistaraflokksleik.

„Það kom mér á óvart, sko. Ég vissi ekki af þessu. Þetta er bara geggjað," sagði Alexander en það er rætt við hann ítarlega í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner