Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
   fös 25. apríl 2025 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Bestur í Mjólkurbikarnum: Gerði þrennu fyrir KR nýorðinn 15 ára
Alexander Rafn fékk Hleðslu í verðlaun.
Alexander Rafn fékk Hleðslu í verðlaun.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alexander Rafn er afar efnilegur.
Alexander Rafn er afar efnilegur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var geðveikt. Fyrsti byrjunarliðsleikurinn minn og hann hefði eiginlega ekki getað farið betur," segir Alexander Rafn Pálmason, leikmaður KR, sem er besti leikmaður 32-liða úrslita Mjólkurbikarsins.

Hann fékk að byrja gegn KÁ í Vesturbænum og skoraði hann þrennu í 11-0 sigri KR-inga.

Alexander Rafn er nýorðinn 15 ára gamall en hann var að byrja sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir KR. Hann náði að skora fyrsta markið sitt og bætti svo við tveimur til viðbótar.

Það reyndar einhver vafi á því hvort annað markið hafi verið hans mark þar sem varnarmaður KÁ setti boltann í netið. Í opinberri skýrslu dómarans fær hann þrennuna.

„Ég var að reyna að senda boltann, en hann var á leiðinni inn. Þannig að þetta var markið mitt," sagði Alexander léttur. „Ég ætlaði mér að skora, átti eftir að skora fyrir meistaraflokk. Ég ætlaði alltaf að setja eitt og það var bara enn skemmtilegra að fá þrjú."

Jóhann Páll Ástvaldsson á RÚV tók það saman að Alexander væri líklega næstyngstur í sögunni til að skora þrennu í meistaraflokksleik.

„Það kom mér á óvart, sko. Ég vissi ekki af þessu. Þetta er bara geggjað," sagði Alexander en það er rætt við hann ítarlega í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner